fbpx

Hugmyndir fyrir hælaskó

Hugmyndir


„Mig langar bara að byrja á að þakka fyrir æðislegt blogg, þið eruð alveg í uppáhaldi og ég dáist að því hvað þið eruð duglegar og hugmyndaríkar.
Einmitt þess vegna langaði mig að frekjast smá og fá að spurja ykkur hvort þið hafið eða vitið um sniðuga hugmynd til að geyma skó?
Ég, eins og örugglega þið, á milljón pör af skóm og mörg flott og fín og þá fer ekkert sérstaklega vel um þá í klessu í einhverri IKEA efnis hillu inní fataskáp.
Ef þið lumið á einhverri hugmynd, þá megiði endilega láta mig vita eða setja hana bara á bloggið.“
Hér að neðan eru ýmsar hugmyndir sem ég fann á netinu en ef þú situr á góðri hugmynd hvernig þú geymir spariskónna endilega skildu eftir spor!:)
Ef að ég bara ætti skóherbergi eins og Mariah Carey!!
Þessi hugmynd er Snilld og þvílík plássnýting! Húsgagnasmiðurinn minn fær einn daginn að smíða svona fínann stiga handa mér:)
Yndisleg hugmynd að geyma skónna í glerskáp í stað þess að fylla hann af skálum og glösum. Helst ætti nú bara að ramma inn aðalpörin– en það er eflaust erfitt að framkvæma?:)
Sniðugur skóstandur, svona er hægt að láta smíða fyrir sig á ýmsum verkstæðum. Jafnvel hafa hurð á fataskáp svona?
Þessi skóhirsla heitir Sole Mate og er hönnuð af Shannon Scovell.. og hægt að versla á netinu! Ofsa sniðugt:)
Sniðugt að nota diskarekka undir falleg pör, enda eiga mörg pörin helst heima uppá vegg sem listaverk:)
Þessi skóhanki er líka sniðugur og er hannaður af Ehlén Johansson

Það heillar mig alltaf jafn mikið þegar ég kem inná heimili þar sem stiginn er notaður sem geymsla undir skó. Eitt þrep-eitt par.
Ég myndi þó skreyta hann með hælum. Ekki strigaskóm:)
Strap storage system frá Droog Design er líka mjög sniðug og flott lausn! Hægt að panta á netinu:)
Ef þú ert haldin skófíkn er góð leið að fela öll nýju pörin fyrir makanum hahaha. Sniðug er þessi kella, ég hefði notað þetta fyrir 3 árum-vinnandi í skóbúð og búandi á Hótel Mömmu:)
En allra flottasta hugmyndin er þessi, hún hefur þó áður birst á síðunni. Fallegir vegglistar málaðir og hælaskórnir hengdir á!
Og síðast en ekki síst….
Hvað finnst ykkur um þessar hugmyndir?:)

Stáss.is

Skrifa Innlegg