fbpx

HORN

Fyrir heimilið

Ég er með nokkrar myndir af hreindýrahauskúpum sem að austfirskur veiðimaður sendi mér, (ekki þessar hér að ofan) og er að íhuga að fá mér eina en get ekki almennilega gert upp við mig hvort það sé svo sniðugt.
Í fyrsta lagi þá bý ég í kjallara eins og svo að þið getið ímyndað ykkur að lofthæðin er ekkert svakalega mikil.
En í öðru lagi þá eru kúpan sem að mér leist best á ennþá með … nefinu.
Ég þarf að kynna mér þetta einhvað betur, en það virðist vera að nefin séu brotin af mörgum kúpum sem að ég hef séð.
Já eða nei?

STRINNING

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Rut R.

    8. January 2013

    ohhhh hvað mér finnst hreindýrahauskúpur fallegar!! Væri mikið til í svoleiðis.
    En hef ekki hugmynd um hvernig þær lúkka með nefinu.

    Ég segi allavega JÁ fáðu þér!! :)

    • Svart á Hvítu

      8. January 2013

      Ég er bókstaflega að meina MEÐ nefinu… s.s húðin, hárin og allt!
      Mögulega er eftir að meðhöndla hana einhvað, það bara hlítur að vera úff:)

      • Rut R.

        9. January 2013

        ahhh…. pass á nefið! :D

    • Svart á Hvítu

      8. January 2013

      Já haha það er smá skerí! Annaðhvort myndi ég brjóta það af eða láta klára að hreinsa hana.
      En þessi frá Broste eru líka ofsa falleg, og svolítið minni líka. Hún er í stærri kantinum sem að ég er að íhuga:)

  2. Karen Lind

    9. January 2013

    Okay, ég hló upphátt..

    ,,, með nefinu! haha

  3. Rakel

    9. January 2013

    Fyrir minn smekk er þetta of stórt, þegar þetta er með nefinu og öllu. Mér finnst svona horn fallegust þegar þau er á hauskúpunni einni og sér, og jafnvel þegar það er búið að skera smá hluta af hauskúpunni.
    Ég væri jafnvel til í að eiga stærri haus í framtíðinni þegar maður verður kominn í stórt hús með mikilli lofthæð, en ég myndi ekki vilja hafa svona flikki heima í íbúðinni minni :)

  4. Ingunn

    9. January 2013

    Ég á eitt horn þ.e. ekki heila hauskúpu með báðum hornum föstum á og þrátt fyrir það er ég í mestu vandræðum með að finna góðan stað fyrir það. Er einmitt í lítilli íbúð þar sem er ekki mikið veggjapláss og þetta er alveg ótrúlega fyrirferðamikið en ó svo fallegt. Skil þig vel að langa í en ég myndi ef þú getur fá lánað og prufa inni í íbúðinni áður en þú fjárfestir :)
    Eins ef þú hefur hugymdin um hvað er hægt að gera við eitt horn þá er það vel þegið hahaha … ;)

    En takk fyrir frábært blogg – kíki hérna inn á hverjum degi og finnst snilld að skoða myndir og fá hugmyndir og innblástur :)