fbpx

HÖNNUNARSAFN TIL SÖLU

HeimiliHönnun

Ég hef alltaf jafn gaman af því að skoða íslensk heimili og þá sérstaklega á fasteignarsölunum. Alltaf detta inn gullmolar þangað eins og þetta heimili hér að neðan sem er hálfgert hönnunarsafn. Þarna get ég talið upp marga hluti sem eru á óskalistanum mínum en þar tróna hæst Svanurinn, Eggið, Arco lampinn, Grand Prix stóllinn og Libri hillan frá Swedese…það má jú leyfa sér að dreyma:)

e652440_1A

Corona stóllinn eftir Poul Volther er glæsileg hönnun, Grand Prix stólar eru við borðstofuborðið og Montana hillur í stofunni.

e652440_4A

Svanurinn í hvítu leðri, Flowerpot ljós eftir Verner Panton og verkið á veggnum er eftir Hjalta Parelius.

e652440_6A

Ég er einstaklega hrifin af þessu Ferm Living veggfóðri, í eldhúsinu má einnig sjá Louis Poulsen ljós og nokkra Maura.

e652440_16A

Þarna er minn eini sanni Svanur og Arco lampinn í allri sinni dýrð.

e652440_20A

Fyrir áhugasama þá eru fleiri myndir að finna hér. 

Það væri ekki amalegt að komast á bílskúrssölu hjá þessari fjölskyldu:)

♥ JÓN Í LIT

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Ragnheiður

    15. October 2013

    Ágætis Epal-auglýsing :)

  2. Rúna

    15. October 2013

    Vá en fallegt innbú!!

  3. Kristín

    15. October 2013

    Mér finnst þetta allt mjög flott og gæti líklega hugsað mér alla muni þarna inni í mitt innbú en kemst ekki hjá því að hugsa hvenær sé of mikið af þekktri hönnun! Það sem ég sé er ekki heimili heldur sýningasalur (fyrir EPAL), þegar hver sem er getur keypt það sama og þú og búið til alveg eins heimili finnst mér maður vera komin aðeins yfir línuna. En eins og ég sagði allt mjög fallegt, en bara alls ekki heimilislegt :)

    En blessunarlega er misjafn smekkur manna!

  4. SigrúnVíkings

    15. October 2013

    Já það er aldeilis!!! væri alveg til í að eignast nokkra hluti þarna inni :)

  5. Aldís

    15. October 2013

    vá – hvað þetta er fínt heimili !!!

  6. Brynjar Guðlaugs

    16. October 2013

    Annað væri líka sérstakt ef það væri ekkert úr Epal á þessu heimili, enda eigandinn á búðinni.