VÁ ég veit varla hvar ég á að byrja.. Hönnunarmars var mesta klikkun sem ég hef komið mér í.
Ég var búin að taka að mér nokkur verkefni sem endaði í því að ég var vinnandi allann sólahringinn í 3 daga. En það sem stóð mest uppúr var hversu mikið af snilldarfólki ég fékk að kynnast í gegnum öll þessi verkefni.
Ég tók einnig að mér að sjá um nokkra erlenda fjölmiðla, upphaflega átti það að vera Elle interior og Bo bedre, en það endaði með að ég eyddi helginni með ritstjóra Designboom.com og ritstjóra sænska Elle interior. Ég sýndi þeim Reykjavík og ýmsar sýningar ásamt smá túristadóti.
Hönnunarmars var svo kláraður með besta mat í heimi á Fiskmarkaðnum í gærkvöldi mmmm…
Takk þið sem hafið veitt mér þessi tækifæri. Þið vitið hver þið eruð;)
PS. ég bendi enn aftur á liveproject.me fyrir endalausar hönnunarmarsmyndir!
Skrifa Innlegg