fbpx

HÖNEFOSS SPEGLAR

Ikea

Ég keypti mér svona spegla í Ikea í dag, þeir heita Hönefoss en ég heillaðist algjörlega af forminu og litnum af þeim að skyndilega var ég búin að búin að kaupa þá án þess þó að vita hvað ég ætlaði að gera við þá. Það er reyndar ekki sjaldgæft vandamál hér á bæ, en það er annað mál. Núna á ég 10 stk. af þessum dásemdarspeglum en komst þó að því að ég þarf að líma þá upp á sléttann vegg sem ég á þó ekki!

Andrés stakk upp á því að við myndum bara pússa einn vegginn. ehhh? Nei það held ég nú aldeilis ekki, þeir fá þá bara frekar að vera fallegt borðskraut:)

IKEA DIY

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Soffia

    26. May 2013

    En að festa framan á skáp? Eða á MDF-plötu sem er máluð í flottum lit? :)

    • Svart á Hvítu

      26. May 2013

      Ég á því miður bara nánast enga skápa hér heima haha, fyrir utan nokkra eldhússkápa:) En góð hugmynd að setja þá á plötu!

  2. Eva María F.

    26. May 2013

    Væri ekki hægt að líma þá á einhverkonar plötu og sníða hana svo að speglunum og því formi sem þú villt og hengja plötuna svo á vegginn svona eins og veggmynd? Þá er það bara einn nagli í vegginn og ekkert púss og vesen :)

  3. Iðunn

    26. May 2013

    þessir eru flottir! eru þeir bara límdir beint á vegg?

    • Svart á Hvítu

      26. May 2013

      Já eiga að fara beint á vegg:) Ég mun eflaust prófa að líma þá á veggina hér heima sem eru frekar grófir…

  4. Æðislegir! Borðskrautshugmyndin hljómar mjög vel :)

    Væri alveg til í að setja svona upp inná baði hjá mér – er með tóman vegg sem mig langar svo að gera eh við ;)

  5. Ástríður

    26. May 2013

    Æðislegir, held ég fari að gera mér ferð í Ikea til að kíkja á þessa spegla!

  6. Ágústa Hjartar

    27. May 2013

    Ég hengdi svona upp í stofunni minni fyrir stuttu og er að elska þá! koma sjúklega vel út

  7. m

    27. May 2013

    mæli með að líma á plötu, mála í flottum lit og ramma inn…:) hvað kostuðu þeir annars?

    • Svart á Hvítu

      31. May 2013

      Þetta er æðisleg hugmynd!! Það þarf eflaust að nota vel sterkt lím samt til að fá þetta ekki í hausinn!
      Þú ert nú soddan DIY snilli, sé þetta vonandi útfært hjá þér;)

      • Bára

        31. May 2013

        Speglalímið sem ég límdi “Íslandið” með er svo sterkt að ég tek örugglega vegginn með þegar ég tek það niður. Getur tékkað á því. Fæst í Húsasmiðjunni.

  8. Pingback: Espejo Honefoss, mil y una posibilidades - Decorar Mi Casa - Blog de decoración

  9. Pingback: Espejo Honefoss, mil y una posibilidades - Europa Toldos