Ég keypti mér svona spegla í Ikea í dag, þeir heita Hönefoss en ég heillaðist algjörlega af forminu og litnum af þeim að skyndilega var ég búin að búin að kaupa þá án þess þó að vita hvað ég ætlaði að gera við þá. Það er reyndar ekki sjaldgæft vandamál hér á bæ, en það er annað mál. Núna á ég 10 stk. af þessum dásemdarspeglum en komst þó að því að ég þarf að líma þá upp á sléttann vegg sem ég á þó ekki!
Andrés stakk upp á því að við myndum bara pússa einn vegginn. ehhh? Nei það held ég nú aldeilis ekki, þeir fá þá bara frekar að vera fallegt borðskraut:)
Skrifa Innlegg