Það er greinilega ástæða fyrir því að ég gerðist ekki ljósmyndari, en þrátt fyrir að myndirnar séu kannski smá gular og smá hreyfðar þá bíð ég ykkur velkomin heim.
Þetta er alrýmið þegar gengið er upp stigann. Borðstofuborðið og grænu retro stólana fengum við frá pabba, krómhúðuðu kollarnir heita Tam Tam, hannaðir um 1960 og þá keypti ég notaða á Facebook. Hvítu stólarnir heita Olle og eru frá Ikea en eru hættir í framleiðslu, (ég ætla alltaf að mála þá svarta) þá keypti ég notaða á Bland. Plagatið er eftir Einar Guðmundsson.
Gangurinn og fata+skógeymsla.
Horft inní eldhúsið, það var pláss fyrir uppþvottavél en við eigum ekki slíka svo ég strengdi röndótt efni fyrir til að fela morgunkornið.
Uppáhaldsskurðarbrettið bleika er frá Joseph&Joseph. Ílátin eru frá Góða Hirðinum, RigTig, Iittala, Glit og þessi krúttlega fremsta er nýleg frá Söstrene Grene. Bambi sómar sig vel á ísskápnum, ég var að reyna að draga athyglina frá ‘sólinni’ á veggnum, en ég er með 3 svona stykki hér á veggjunum haha.
Lampinn er gamall og kemur frá foreldrum mínum , ég er með hann í ‘láni’..
Ég er mjög hrifin af fallegum púðum, mér finnst þeir gera svo hrikalega mikið fyrir sófa. Frá vinstri; Hay, Areaware, Scintilla.
Það var frekar erfitt að ná mynd inni í stofu, frekar lítið rýmið. Flest á þessari mynd hef ég fengið í gjöf, Eros stóllinn er stúdentsgjöf frá foreldrum mínum, blómavasinn er 25 ára afmælisgjöf frá þeim líka, og Ikea sófaborðið er í láni frá systur minni.
Mér þykir afskaplega vænt um þessa kertastjaka en þeir eru eftir afa minn heitinn, hann starfaði sem rennismiður, uppáhaldshlutirinir mínir án efa.
Sasa klukkuna fékk ég í útskriftargjöf frá allri fjölskyldunni þegar ég útskrifaðist frá LHÍ.
Skrifa Innlegg