fbpx

HOME SWEET HOME

HeimiliPersónulegt

Það er greinilega ástæða fyrir því að ég gerðist ekki ljósmyndari, en þrátt fyrir að myndirnar séu kannski smá gular og smá hreyfðar þá bíð ég ykkur velkomin heim.

Þetta er alrýmið þegar gengið er upp stigann. Borðstofuborðið og grænu retro stólana fengum við frá pabba, krómhúðuðu kollarnir heita Tam Tam, hannaðir um 1960 og þá keypti ég notaða á Facebook. Hvítu stólarnir heita Olle og eru frá Ikea en eru hættir í framleiðslu, (ég ætla alltaf að mála þá svarta) þá keypti ég notaða á Bland. Plagatið er eftir Einar Guðmundsson.

 Gangurinn og fata+skógeymsla.

Horft inní eldhúsið, það var pláss fyrir uppþvottavél en við eigum ekki slíka svo ég strengdi röndótt efni fyrir til að fela morgunkornið.

Uppáhaldsskurðarbrettið bleika er frá Joseph&Joseph. Ílátin eru frá Góða Hirðinum, RigTig, Iittala, Glit og þessi krúttlega fremsta er nýleg frá Söstrene Grene. Bambi sómar sig vel á ísskápnum, ég var að reyna að draga athyglina frá ‘sólinni’ á veggnum, en ég er með 3 svona stykki hér á veggjunum haha.

Lampinn er gamall og kemur frá foreldrum mínum , ég er með hann í ‘láni’..

Ég er mjög hrifin af fallegum púðum, mér finnst þeir gera svo hrikalega mikið fyrir sófa. Frá vinstri; Hay, Areaware, Scintilla.

Það var frekar erfitt að ná mynd inni í stofu, frekar lítið rýmið. Flest á þessari mynd hef ég fengið í gjöf, Eros stóllinn er stúdentsgjöf frá foreldrum mínum, blómavasinn er 25 ára afmælisgjöf frá þeim líka, og Ikea sófaborðið er í láni frá systur minni.

Mér þykir afskaplega vænt um þessa kertastjaka en þeir eru eftir afa minn heitinn, hann starfaði sem rennismiður, uppáhaldshlutirinir mínir án efa.

Sasa klukkuna fékk ég í útskriftargjöf frá allri fjölskyldunni þegar ég útskrifaðist frá LHÍ. 

 +++
 
Stíllinn hér heima ákvarðast í raun bara af hlutunum sem við eigum og fáum gefins, en á meðan við erum á leigumarkaðnum er hvorki í boði að velja innréttingar eða liti á veggjum. Ég hugsa stundum um það afhverju ég er ekki aðeins meira kósý týpa hér heima, en ég held það komi bara með tímanum? Ég er ekkert að drífa mig, kannski reyni ég að hafa á bakvið eyrað á nýja staðnum að gera meira hlýlegt? -En vá þið vitið ekki hversu erfitt það er fyrir mig að birta þessar myndir:) ég birti venjulega bara myndir af draumaheimilum hér á blogginu, en mér finnst mitt vera ennþá verkefni í vinnslu, sem það er.
Ps. ég fjarlægði alveg nokkra hluti útaf myndunum til að hitt gæti notið sín betur.. 
Til hamingju ég fyrir lengstu færslu á blogginu haha
xxx

ÞESSA STUNDINA..

Skrifa Innlegg

31 Skilaboð

  1. Alma Rún

    19. September 2012

    Ótrúlega skemmtileg færsla, takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur! Ég er mjög skotin í heimilinu þínu ;)

  2. Guðrún

    19. September 2012

    Gullfallegt heimili! Fullkomin blanda af stílhreinu og hlýlegu, og virkilega smekklegir munir sem prýða þetta fallega heimili!

  3. Agla

    19. September 2012

    jejj skemmtilegt blogg ;) elska þessa íbúð! Sammála með skurðarbrettið.. á alveg eins bleikt híhí ;) Og vá hvað uglupúðinn er sætur, held hann hafi ekki verið fæddur síðast þegar ég kom ;)

    Alltaf svo fínt hjá þér!

  4. SigrúnVikings

    19. September 2012

    Æðisleg færsla!! Gaman að koma heim til þín ;)

  5. Hildur systir

    19. September 2012

    ég skil ekkert í þér að koma ekki og gera svona fínt heima hjá systir þinni;)
    Flottar myndir af ennþá flottara heimili

  6. Elín Eva

    19. September 2012

    Fallegt heimili sem þú átt!

  7. Karitas

    19. September 2012

    Þetta var æðisleg færsla. Auðvitað verður heimilið manns ekki fullkomið um leið og maður byrjar að búa – það tekur ár að safna í búið og stíllinn þróast með árunum. Mér finnst heimilið þitt ofboðslega fallegt og ég hlakka til að sjá myndir af nýju íbúðinni :)

  8. Svart á Hvítu

    19. September 2012

    En hvað það er dásamlega gaman að lesa kommentin ykkar, ég var svo spéhrædd að birta færsluna, vildi helst ekki valda vonbrigðum að eiga sjálf síðan ekki hið fullkomna heimili;)
    Hlakka til að sýna ykkur myndir af nýju íbúðinni!
    -Svana

  9. Dúdda

    19. September 2012

    Virkilega fínt heimili!

  10. Sigga Hulda

    19. September 2012

    Eins og við var að búast þá er íbúðin þín ótrúlega flott-eins og þú! :) Gaman að fá loksins að kíkja í “heimsókn”

  11. Andrea Röfn

    19. September 2012

    Ekkert smá fínt hjá þér elsku Svana :)

  12. fatou

    20. September 2012

    En skemmtilegar myndir af fallegu íbúðinni þinni! Fæ hellings innblástur fyrir nýja heimilið mitt xx

  13. Sigrún

    20. September 2012

    Hvaðan er bleika skurðarbrettið? það er æði!

  14. Guðrún

    20. September 2012

    Stórglæsilegt heimili með hrikalega flottum munum :)

  15. Tinna

    20. September 2012

    Æðislega fallegt hjá þér! Loksins fengum við að sjá myndir af heimilinu þínu! Þú ert smekkmanneskja og sniðug & útsjónarsöm :)
    Ég lít líka á mitt heimili sem “work in progress” en er eiginlega búin að sætta mig við að það verði það alltaf, ég held ég muni alltaf vera að breyta og bæta, það tekur alltaf eitthvað nýtt við sem mig langar að gera þegar ég hef klárað eitt verkefnið…

  16. SiljaM

    20. September 2012

    Mér finnst íbúðin þín dásamleg! Hafði virkilega gaman af þessari færslu :)

  17. Súsanna

    20. September 2012

    Eitt orð: kósý!

  18. Bjarney Anna

    20. September 2012

    Svana – þetta er æðislegt! Ekki reyndar við öðru að búast þegar svona smekkmanneskja á í hlut.
    Ég bíð spennt eftir myndum af nýja heimilinu :)

  19. Svart á Hvítu

    20. September 2012

    Stelpur þið eruð æði!
    En Sigrún, skurðabrettið keypti ég í Epal, þau selja flestar JosephJoseph vörurnar:)

  20. Kristín

    20. September 2012

    Mjög fallegt, er líka með svona eilífðarverkefni að koma heimilinu í fullkomið ástand. En ég verð að segja að ég finn alveg afskaplega mikið til með fallegasta teppi í heimi sem bara liggur þarna og fær enga athygli ;)

    • Svart á Hvítu

      20. September 2012

      hahah já ég mun gefa því meiri athygli á nýja staðnum.. ég hef bara ekki náð að þrífa það nógu vel eftir að ég passaði ketti systur minnar í sumar, og annar ældi á það! Og það er sko ekki nóg að renna bara ryksugu yfir þessa elsku:)

  21. berglind

    21. September 2012

    Gleymdir að setja mynd af baðkarinu og svölunum :p ..

    • Svart á Hvítu

      21. September 2012

      Æj ég sleppti þeim myndum hehe, fannst þær ekki nógu spennandi;) Þarf kannski bara að taka betri myndir!

  22. Guðrún María

    21. September 2012

    Svana íbúðin þín er falleg og skemmtileg – ég kem jafnvel bara í alvöru heimsókn í næstu íbúð ;)

  23. margret

    21. September 2012

    fallegt, töff og heimilislegt kemur fyrst uppí hugann :) gaman að fá loksins að sjá heimilið þitt, hef fylgst með blogginu frá upphafi. eros stóllinn og fallega gólfteppið eru mitt uppáhalds!! gætiru sagt mér hvar stóllinn fæst og hvað hann er að kosta ?:)

    • Svart á Hvítu

      21. September 2012

      Takk kærlega! En stóllinn var keyptur fyrir mörgum árum.. er orðinn allavega 5 ára svo það hefur orðið töluverð hækkun:/ Held að hann sé að kosta í dag um 40? Skal kíkja á það næst þegar ég á leið í Epal (soon) og skella því inn:) Já, hann fæst s.s í Epal:)

      Og GM, ég treysti á heimsókn frá þér;)

  24. Thelma Rún

    22. September 2012

    Gullfallegt heimili:)

  25. Karen Lind

    24. September 2012

    Virkilega flott & mjög skemmtileg færsla. Loksins fær maður að sjá “inn” til þín :-)

    P.-S – stjakarnir eftir afa þinn er æðislegir.

  26. Eydís

    26. September 2012

    Flott hjá þér Svana Lovísa :)

  27. AndreA

    26. September 2012

    ÆÐI
    Þetta er pínu eins og að koma út úr skápnum :)
    Ég les alltaf bloggið þitt og elska að fá að kynnast þér aðeins betur, ótrúlega gaman að sjá hvernig heimili þitt er…. Vona að þetta verði fastur liður hér eftir….. hahah smá pressa…..
    101 HFJ næst á dagskrá,,,, spennandi verkefni :)
    Besta bloggið var bara að BESTNA :)
    ps
    eeeeelska kertastjakana sem afi þinn gerði,,,, svona hlutir eru ómetanlegir
    love
    ‘Andrea

  28. Beggý

    2. October 2012

    Virkilega fallegt Svana :)