fbpx

HOLLENSKA HÖNNUNARVIKAN

Hönnun

Hollenska hönnunarvikan stendur sem hæðst núna, en henni líkur þann 28.október. Ég hefði gefið svo mikið fyrir að vera þar núna, ekki bara það að nokkrir vinir mínir eru að útskrifast, þá er þetta ein sú allra besta hönnunarsýning sem haldin er. Hápunktur hönnunarvikunnar er alltaf útskriftarsýning Design Academy Eindhoven, en hollenskir ásamt ýmsum erlendum hönnuðum fylla borgina lífi þessa vikuna. Þetta er það sem snillingurinn og uppáhaldið mitt, Kiki van Eijk kynnti: Saumabox!

Risavaxið saumabox sem nýtist sem skápur. Ég elska hana Kiki, en mér finnst svo fallegt hvernig hún leikur sér með hlutföll í hönnun sinni. En margir muna kannski eftir Kiki teppinu hér að neðan, þar sem hún vann með minningar sínar úr barnæsku þegar hún prjónaði teppi í dúkkuhúsið sitt. Hún færði síðan þau hlutföll yfir í okkar raunveruleika og gerði stærðarinnar teppi í þeim hlutföllum að manni leið að vissu leiti eins maður hefði minnkað. -Yndislega þægilegt samt að ganga á teppinu.

 Ég er búin að lofa mér að fara á næsta ári.. en þá eru enn fleiri af vinum mínum og fyrrverandi bekkjarfélögum að útskrifast:)

IKEA KÓSÝ

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Hildur systir

    25. October 2012

    eg skal koma með:)

  2. Andrea Röfn

    26. October 2012

    Ég var að skoða eventana á netinu í gær en veit ekki hvað ég á að fara að sjá! Og núna eru bara þrír dagar eftir. Þú ert miklu fróðari um svona lagað heldur en ég Svana :)

  3. Rakel

    26. October 2012

    Ég skal koma með líka!!

  4. daníel

    26. October 2012

    flottur skápur