fbpx

H&M ÓSKALISTINN

ÓskalistinnVerslað

Ein besta vinkona mín sem búsett er í Danmörku er að koma í heimsókn til Íslands í næstu viku, ég var ekki lengi að panta smá pláss í töskunni hennar og kíkti á H&M heimasíðuna í leit af nokkrum fallegum hlutum til að bæta í safnið:)

h&m

…og ef plássið er ekki nægilegt í töskunni hennar þá bý ég svo vel að mínir elskulegu Trendnetingar eru alltaf boðnir og búnir að versla smá handa okkur hinum í útlöndunum sínum.

Þessir hlutir lentu á óskalistanum mínum í þetta skiptið, smá handa mér, smá handa beibí og nokkrir fallegir hlutir fyrir heimilið:)

Eins og þið sjáið þá er litapallettan mín ekki flókin, ég virðist hreinlega dragast að þessari samsetningu:)

Eigið gott föstudagskvöld!

xx

COMEBACK : PEACOCK CHAIR

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Karen Lind

    25. July 2014

    Ég er einmitt búin að reyna að kaupa af H&M – en það er auðvitað ekki hægt… prófaði ýmis ráð en ekkert tekst. Var að reyna að kaupa þessi blessuðu sængurver, haha.

  2. Kristbjörg Tinna

    25. July 2014

    Þessi rúmföt Svana!! Það er eiginlega smá vandræðalegt hversu mikið ég er búin að reyna að eignast þau :)

  3. Sigríður Unnur

    28. July 2014

    Hæhæ Svana ,takk fyrir æðislegt blogg!
    Langaði að forvitnast hvort þú gætir deilt með mér linknum af svörtu kápunni?
    Á einmitt frænku sem er að fara ferðast til Frakklands og er til í að kaupa smá fyrir mig ;)

    • Svart á Hvítu

      29. July 2014

      Æjjj hún virðist vera orðin uppseld, finn hana ekki aftur því miður:/ Ég var inná hm.dk þegar ég sá hana fyrir nokkrum dögum.