Það er frábær dagur í dag fyrir fagurkera landsins, H&M HOME opnaði í morgun glæsilega verslun í Smáralind! Það er eitt að ég varð alveg extra hamingjusöm daginn sem H&M HOME opnaði loksins á Íslandi, en það er algjörlega önnur saga þegar ein uppáhalds verslunin mín opnar í 7 mínútna akstursfjarlægð frá mér – í Smáralind!
Ég man ennþá þegar ég fékk póstinn að þessi uppáhalds verslun mín væri að opna á Íslandi – eftir margra ára bið undirritaðrar. Ég var nefnilega farin að trúa að ég yrði líklega búin að leggja “bloggskóna” á hilluna þegar kæmi að því að H&M HOME kæmi til landsins því mér þótti það svo fjarlægt. Þið getið í alvöru ekki ímyndað ykkur viðbrögðin því mér fannst ég hafa unnið í lottói – eðlilegt ekki satt?
Hingað var ég því mætt í morgun á slaginu þegar H&M HOME opnaði glæsilega og stærðarinnar verslun sína í Smáralind, eins og alvöru aðdáanda sæmir. Sitthvað fylgdi með mér heim sem eignast stað á nýja heimilinu okkar á næstu dögum. Ég tók fullt af myndum í heimsókn minni og setti einnig inn á insta-stories @svana.svartahvitu kíkið endilega við.
“H&M HOME er húsbúnaðar- og hönnunarmerki, þar sem finna má eitthvað fyrir öll herbergi heimilisins. Verslunin býður upp á breitt vörurúrval á frábæru verði, allt frá hágæða rúmfatnaðar til hnífapara og ýmiskonar skrautmuna.
H&M Home í Smáralind er um 420 fermetrar og mætti því teljast sem eigin verslun inní stærri verslun eða shop-in-shop. Hún líkist þeim Home verslunum sem finna má um allan heim og býður upp á enn stærri vöruúrval, þar á meðal heimilisvörur fyrir barnaherbergi. Verslunin verður hin glæsilegasta, með plöntum og skemmtilegum ústillingum sem veita innblástur fyrir mismunandi hluta heimilisins, eins og dekkað borðstofuborð.”
Ég tók nokkrar myndir í versluninni til að sýna ykkur brot af úrvalinu, þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.
Hér eru svo nokkrar af mínum uppáhaldsvörum, þarna má sjá lítið jólaskraut sem ég keypti – þið getið giskað hvaða;) Ásamt ótrúleg fallegum og einföldum glervasa sem ég borgaði 2.995 kr. fyrir.
Þá eru H&M HOME að finna á tveimur stöðum á Íslandi – á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og núna í Smáralind. Smá jóla H&M HOME innblástur í lokin ♡
Ég mæli svo sannarlega með heimsókn, ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg