***
Ég er að elska nýju línuna þeirra Spring 2010
Svo litrík og falleg, mæli með að kíkja á hana. En það er einungis hægt að versla HM Home vörurnar á netsíðunni þeirra.
Mér finnst sófar stútfullir af litríkum púðum vera ómótstæðilegir.
Ég pantaði mér svona viskustykki
Ahh er sjúk í þetta sturtuhengi. En get ekk pantað það því að ég er með hurð á minni sturtu.. arrg.
En þetta hengi minnir mig á Kiki teppið sem ég er svo óð í. En það lítur svona út;
Svo pantaði mútta mín sér svona, en hún er sjúk í allt bleikt:) Pabbi elskan kippir sér ekkert upp við það að eldhúsið sé farið að fyllast af bleikum hlutum og næst verður það baðherbergið híhí
Svo pantaði ég mér svona sætan hundakodda fyrir sófann minn. Er að safna allskyns púðum og enginn einn er eins.
Og svo pantaði ég mér svona rúmföt. Bara 10 evrur fyrir settið. Sem er nú aðeins of ódýrt fyrir svona hrikalega kjút rúmföt!
Litir litir litir litir.
*GUBB* á ofur stílhrein heimili, hrá og módernísk. allt hvítt hvítt hvítt og jú svo grátt. Og kannski smá slash í einni skál á stofuborðinu.
Ekki flott, er að segja ykkur það, farið í Góða hirðinn, hægt að gera upp allann anskotann, gamlan antik skáp og mála hann í skemmtilegum lit, safniði skálum í mismunandi litum, litríkum bollum, saumið litríka púða í sófann ykkar, Notið litrík kerti, og mála veggina í lit.
Vissuði að litir geta læknað okkur?
Litirnir sem við erum umkringd á hverjum degi hafa mikil áhrif á okkar líðan.
Svo þú sem klæðist ekki litríkum fötum og ferð svo heim til þín í hráu íbúðina þína, finnur fyrir þreytu eða jafnvel þunglyndis. Guess Why?
-S
Skrifa Innlegg