fbpx

HITT&ÞETTA

Fyrir heimiliðHugmyndir

Mig langar hrikalega mikið að setja trékúlur á rafmagnssnúrurnar hér á gólfinu heima. Ég hef verið að horfa í kringum mig hvaða trékúlur væru hentugar, en þær eru oft bæði dýrar og engar þeirra með nægilega stóru gati til að þræða upp á snúruna. En ef vel er horft á þessa mynd sést að þetta er bara ‘sviðsett’, en kúlurnar eru á bandi og liggja svo bara við hliðina á snúrunni! Ég þarf að finna góða lausn á þessu:)

Vinkona mín lagði mikið á sig um daginn til að eignast þetta plagat sem fæst aðeins í Moderna safninu í Stokkhólmi! En fallegt er það:)

Fín hugmynd fyrir baðherbergið…

Einföld og flott lausn undir kertin…

xxx

FYRSTA SKREFIÐ

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Helena

    14. November 2012

    Ég keypti tréperlur í föndurbúðinni í Mörkinni, svona með gati öðrumegin, svo boraði ég gatið í gegn í réttri stærð fyrir snúruna. Þetta kom vel út, eru reyndar á ljósi. Þær voru heldur ekkert svo hræðilega dýrar.

    • Svart á Hvítu

      14. November 2012

      TAKK:) Ætla að kíkja á það, já mér var einmitt búið að detta í hug að þurfa að bora bara fyrir réttri stærð..

  2. Kristbjörg Tinna

    15. November 2012

    Maður leggur ýmislegt á sig ;)

  3. Íris

    21. November 2012

    Sæl…ég er mikið búin að leita að andy warhol plakatinu, en það virðist ekki td vera lengur til sölu í vefverslun moderna museet. ég var farin að halda að það væri alveg uppselt. er hægt að kaupa það í safninu sjálfu í stokkhólmi eða malmö?

    • Svart á Hvítu

      21. November 2012

      Það ætti að vera hægt að kaupa það á safninu sjálfu.. það eru bara ca 2 vikur síðan að vinkona mín lét kaupa sitt fyrir sig, og þá var það til:) Ef þú þekkir e-n í stokkhólmi ættiru að láta tékka á því.. eða jafnvel bara hringja;)