Mig langar hrikalega mikið að setja trékúlur á rafmagnssnúrurnar hér á gólfinu heima. Ég hef verið að horfa í kringum mig hvaða trékúlur væru hentugar, en þær eru oft bæði dýrar og engar þeirra með nægilega stóru gati til að þræða upp á snúruna. En ef vel er horft á þessa mynd sést að þetta er bara ‘sviðsett’, en kúlurnar eru á bandi og liggja svo bara við hliðina á snúrunni! Ég þarf að finna góða lausn á þessu:)
Vinkona mín lagði mikið á sig um daginn til að eignast þetta plagat sem fæst aðeins í Moderna safninu í Stokkhólmi! En fallegt er það:)
Fín hugmynd fyrir baðherbergið…
Einföld og flott lausn undir kertin…
xxx
Skrifa Innlegg