fbpx

Hella Jongerius

HönnunIkea
Ein af mínum uppáhaldshönnuðum er hin hollenska Hella Jongerius.
Hún vinnur mest með keramik en hannar einnig húsgögn og hefur hannað fyrir t.d Vitra og Ikea og hafa verk hennar verið sýnd í MoMa og The Moss gallerí í New York.
Ég hef oft orðið vör við hennar áhrif í verkum annara listamanna, t.d. Animal Bowls. En þá hafa hönnuðir gert sína útgáfu af þeim, t.d. með að líma gamla postulínsstyttu á skál sem þau búa til. Þær skálar fást í Kraum. Svo sem engin furða að þetta sé copy-að enda gullfallegar skálar á ferð og dýrari en ykkur gæti dottið í hug:)



Svo hannaði hún þessa vasa fyrir Ikea en þeir eru enn til sölu. Minnir að þeir séu á um 10 þúsund krónurnar.
Nota bene: Þessir vasar verða verðmætir einn daginn!
Mjööööög fallegir!

Svo hannaði hún Soft Urn árið 1994, eða ári eftir útskrift hennar frá The Design Academy Eindhoven.

Og þetta er Rubber Vase frá Menu hannað árið 1996.
Svo er þetta Polder Sofa, hannað fyrir Vitra árið 2005. Sá hann fyrir jólin á einhverjum rýmingarsölu markaði og það stóð ekki einu sinni á miðanum eftir hvern hann væri.
Sem segir mér aðallega að hún er ekki of þekkt á meðal Íslendinga:)

-S

Varius

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anonymous

    25. February 2010

    afsakið en ég bara datt inn á þessa síðu óvart… Sófinn sem er á Kjarvalsstöðum er ekki eftir Helle (ef þú ert að meina brúna leðursófan), Hann er eftir Guðrúnu Lilju og er sófinn reyndar alveg eins, algjör skömm af hönnuði sem lærði einnig í Hollandi. Þetta er engin tilviljun held ég!

  2. Svana

    25. February 2010

    Og ekki er það í fyrsta sinn þá sem að íslenskur hönnuður fær hugmynd sína frá öðrum.
    En þannig er einmitt hönnun á Íslandi í dag!
    En Guðrún Lilja er án efa einn fremsti íslenski hönnuðurinn og ég er mjög hrifin af hennar verkum.
    Ég virðist samt ekki getað fundið mynd af sófanum hennar á netinu.