Það er varla til orð yfir það hversu fallegt þetta eldhús er, ef það væru til óskarsverðlaun í flokki eldhúsa þá myndi þetta taka með sér nokkrar styttur heim. Samsetningin á efnis og litavali er fullkomin, hvernig koparinn, marmarinn og dökkbæsuðu innréttingarnar spila saman er algjör unaður (já það má tala svona um innréttingar), og svo fullkomnar ljósa eldhúseyjan algjörlega rýmið, það hefði mögulega verið of mikið hefði hún einnig verið svört. Ég er búin að reyna að leita af uppruna myndarinnar á netinu án árangurs, það væri virkilega gaman að vita hver hönnuðurinn á bakvið þetta rými sé.
Ég myndi sko alveg læra að elda fyrir þetta eldhús:)
Og í lokin 9 góðar myndir af Pinterestinu mínu.
Útlandaþörfin er að kæfa mig þessa dagana en það næsta sem ég kemst pálmatrjám og heitum sjó er með þessum myndum. / Þessi rúmföt eru nokkrum númerum of falleg, ég veit ekki hvaðan þessi doppóttu eru, en þau seinni eru frá HAY. / Doppótt eldhúsklukka væri kærkomin í eldhúsið mitt, spurning hvort það væri ekki sniðugt að vippa sér í eitt DIY?
Vonandi var helgin ykkar góð! Ég er hálffegin að henni sé lokið og að á morgun sé mánudagur, eða má kannski ekki segja svona hluti “upphátt”?:)
Skrifa Innlegg