Danska tímaritið Femina birtir oft myndir frá dásamlegum dönskum heimilum, þetta hér að neðan er engin undantekning, en það er heimili eins ljósmyndara Femina, Mette Wotkjær, en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í þessu 170 fm húsi í norður Kaupmannahöfn.
Stacking shelves frá Muuto, Acapulco stóll, Maur og AJ standlampinn.
Einn daginn mun ég eignast Eggið eða Svaninn, en þangað til þá væri ekki slæmt að eiga mini-útgáfurnar eins og sitja þarna á arinhillunni:)
Borð og stóll frá HAY og skúffueining frá Ikea.
Sófinn er frá Eilersen, rammarnir frá Ikea og þessir dásamlegu púðar eru frá ByNord.
Þessi fíni pappakollur er frá Tiger og spegillinn frá Ikea.
Eldhúsborðið er frá OK design og Eames stólarnir eru flottir við.
Þetta fallega rúmteppi er frá HAY, en það er til í nokkrum litum.
Skrifa Innlegg