fbpx

HEIMILI LJÓSMYNDARA

HeimiliIkea

 Danska tímaritið Femina birtir oft myndir frá dásamlegum dönskum heimilum, þetta hér að neðan er engin undantekning, en það er heimili eins ljósmyndara Femina, Mette Wotkjær, en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í þessu 170 fm húsi í norður Kaupmannahöfn.

Stacking shelves frá Muuto, Acapulco stóll, Maur og AJ standlampinn.

Einn daginn mun ég eignast Eggið eða Svaninn, en þangað til þá væri ekki slæmt að eiga mini-útgáfurnar eins og sitja þarna á arinhillunni:)

Borð og stóll frá HAY og skúffueining frá Ikea.

Sófinn er frá Eilersen, rammarnir frá Ikea og þessir dásamlegu púðar eru frá ByNord.

Þessi fíni pappakollur er frá Tiger og spegillinn frá Ikea.

Eldhúsborðið er frá OK design og Eames stólarnir eru flottir við.

Þetta fallega rúmteppi er frá HAY, en það er til í nokkrum litum.

+++
Jæja, þá er ég loksins komin heim úr vinnuferð minni til Frankfurt þar sem ég skoðaði vörusýninguna Ambiente, sýningin var 578.000 fermetrar og haldin í 11 sýningarhöllum, ég hef aldrei áður séð jafn mikið af hlutum á stuttum tíma úff. Þetta var þó ekki bara vinna heldur líka gaman, og fór ég reglulega út með góðu fólki frá Epal, Tulipop og Umemi ásamt því að heimsækja H&M + H&M Home… en meira um það síðar:)
Það kemur meira frá mér strax á morgun!
-Svana

LITAGLEÐI

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Áslaug

    19. February 2013

    Dásamlega fallegt heimili.

  2. Kristbjörg Tinna

    19. February 2013

    Svana Lovísa afhverju gerirðu mér þetta svona í miðjum prófalestri.. Splæsir maður ekki bara í Stacking shelves frá Muuto, hengir sjónvarpið á vegginn og raðar henni undir og upp með?! Og drauma rúmteppið.. Eames rocking chair, og trylltur arinn!!

    Hvað er ég í alvörunni að gera í hjúkrunarfræði?! HAHA

    • Svart á Hvítu

      19. February 2013

      Hahahahha;) Og hvað er ég að gera sem blaðamaður.. þurfum við ekki bara að opna verslun;)
      En já mig dreymir um rúmteppið, finnst það vera algjört æði í bleikum lit, en held ég geri Andrési það ekki..geri ráð fyrir að gráa verði fyrir valinu:)

      • Kristbjörg Tinna

        19. February 2013

        Ég er ekki frá því ;) En veistu!! Ég er löngu búin að ákveða að útskriftarjöfin frá mér til mín verði Eames rocking chair eflaust hvítur meira að segja haha Annars yrði gráa líka fyrir valinu hjá mér..

        Þarf eitthvað að skoða þessa pappakolla samt frá Tiger! Svona smá trédrumbafílingur yfir þeim?

  3. Edda Björk

    26. February 2013

    hæ hæ, þú veist að þú getur keypt svona mini Egg og Svan í Epal :-)

    • Svart á Hvítu

      26. February 2013

      Já, þeir eru algjört æði!.. þyrfti að næla mér í svona einn daginn:)

  4. Álfhildur

    9. December 2013

    Sæl,

    Langaði að vita hvort að OK design séu þeir sem hanna Acapulco stólinn ? Það er svolítið villandi að lesa um þetta á netinu þar sem að Innit design og OK design selja hann bæði undir sínum merkjum.

    • Svart á Hvítu

      9. December 2013

      Hæhæ, nei OK design eru bara að framleiða stólinn (eða eina útgáfu af honum), stóllinn er upprunarlega hannaður um 1950 í Mexíkó en upphaflegur hönnuður er ekki þekktur. Stóllinn er þó mjög þekktur þar, og hefur verið endurframleiddur af ýmsum fyrirtækjum síðan. Stólarnir frá báðum þessum fyrirtækjum eru framleiddir í Mexíkó, þar sem þekkingin hvernig á að hnýta svona stóla saman er víða að finna.. Þér ætti því að vera óhætt að versla stóla frá báðum fyrirtækjum:)
      -Svana

      • Álfhildur

        9. December 2013

        Frábært, takk kærlega fyrir upplýsingarnar :)