fbpx

Heima er best

Íslensk hönnun

Þessir límmiðar eru eftir hana Ólöfu Jakobínu og fást í Epal og Sirka.is
Og verða soon í eldhúsinu mínu…..
P.s 1 –Hún Rakel mín er í Englandi núna og ég er á fullu í þessari viku að flytja inní nýja íbúð…
Svona fyrir þær sem vilja fleiri blogg…þá verðum við tregar í þessari viku:)
P.s 2- Ég verð að benda ykkur á eina búð sem er vel falinn fjársjóður, en hún heitir Þorsteinn Bergmann- búsáhöld og gjafavara og er á Skólavörðustígnum!
Datt þangað inn í gær með múttu og keypti mér æðislega diska… -já ég er að safna í búið! Og verðið er líka mjög gott þarna inni. Þetta er ein af örfáu búðunum sem eftir eru í Reykjavík sem hafa haldið sér eins síðan þær opnuðu, en búðin er forngripur.
Svo selja þau líka fataliti á góðu verði, fyrir þær sem vilja poppa uppá fataskápinn sinn:)
-S

Langar í

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Style Duo

    18. August 2010

    oh tessir limmidar eru svo fallegir!

  2. ólöf

    18. August 2010

    Ólöf Jakobína er svo klár:) ég fylgist alltaf með blogginu hennar líka..og límmiðar og kökudiskar frá henni mjög sætir

  3. birna

    18. August 2010

    Þorsteinn Bergmann er líka í Árbænum, bara mun minni og kannski ekki eins mikið úrval – en er þar samt ;)

  4. Karen Sif

    18. August 2010

    úúú þetta er flott :) Ætla koma við í Sirku á leiðinni heim úr vinnuni í dag.

  5. Anonymous

    18. August 2010

    Veistu hvað fatalitinir kosta? :)

  6. Anna Margrét

    18. August 2010

    Æi já hún er svo mikið sæt og dúlluleg. Skoða alltaf í gluggann þegar ég labba framhjá.
    Oft mjög flottir diskar og þess háttar og svo inná milli eru hræðilega ljótir frænku kökudiskar (þið vitið, þarna gamla frænkan sem er alltaf með of mikið ilmvatn,allir eiga eina þannig) Ha ha!
    Þessi búð er æði. Mæli með að kíkja í hana, og ég er sammála að hún virðist vera ein af seinustu verslunum hér sem er með alvöru sál :-)

  7. Svana

    19. August 2010

    Já fataliturinn var á um 2þúsund kr…. en dugar í mörg skipti:)