fbpx

HAUSTLÆGÐIN & KAUPÆÐIÐ

ÓskalistinnVerslað

haustið

 

Rétt upp hönd sem kannast við það að hafa meiri verslunarþörf núna eftir að skammdegið skall á en undanfarna mánuði? Ég verð að viðurkenna að mig klæjar hreinlega í puttana í dag því mig langar svo mikið í eitthvað nýtt fyrir haustið þó svo að bankareikningurinn sé alls ekki sammála mér. Ég eyddi of mörgum klukkustundum í gær að þræða H&M vefsíðuna og hlóð endalaust í körfuna sem ég svo ætlaði að láta vinkonu mína koma með heim í næstu viku. En eftir að hafa prófað öll kortin sem ég gat, ásamt systur minnar og vinkonu minnar, eitt erlent kort ásamt því að reyna að setja körfuna á greiðsluseðil! En nei allt kom fyrir ekki, mér er ekki ætlað að eignast nýtt dót og H&M virðist hreinlega ekki vilja íslensk viðskipti. Ég held þó að þetta hafi hreinlega verið æðri máttur að vinsamlegast benda mér á að núna þurfi ég að spara. Ég hélt þó áfram að skoða á netinu og fann þá falleg stígvél sem Erna Hrund hefur áður dásamað (Bianco of course), en þá að sjálfsögðu er stærðin mín uppseld. Get the hint Svana!

Ég mun þó gera svaka vel við mig á morgun og kaupa ramma undir Reykjavík Poster plakatið mitt sem ég fékk mér fyrir löngu síðan en varð svo óheppin að brjóta ramman sem það var sett í. Plakatið mitt er þó að sjálfsögðu af Hafnarfirði, og ég lét sérmerkja inná alla staði þar sem við höfum búið á, -mjög skemmtilegt. Ætli nýr rammi nái að fullnæga kaupþörfinni, við skulum nú vona það. Svo er maður svo bilaður, það er ekki svo langt síðan ég eignaðist draumakertið mitt sem ég hef ekki einu sinni kveikt á, og tölum nú ekki um hillukaupin mín um helgina sem ég er enn að jafna mig á. Ætli ég nái að mana mig í að taka mynd af gripnum til að sýna ykkur eða mun ég skammast mín að eilífu haha?

Ég vil þó taka það fram að ég er ekki alltaf svona kaupsjúk, og ég þori að veðja að við göngum allar af og til í gegnum svona tímabil. Við bara viðurkennum það ekki allar:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

FYRSTA MONTANA HILLAN MÍN

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Guðbjörg

    7. October 2015

    Hæ,hvar færðu ramma undir Reykjavik Poster platkötin?

    • Svart á Hvítu

      7. October 2015

      Sá sem ég braut var amk úr Ikea, ég geri ráð fyrir að sú stærð sé enn til:)

  2. Þórunn

    7. October 2015

    Hafnarfjörður er eins og búrhvalur :)

  3. Auður

    7. October 2015

    Þú nátturulega verður að setja inn mynd af hillunni, ég er enþá að hlægja af þessu
    – Þó ég væri líklega grátandi ef ég ætti hana sjálf Haha :)

  4. Guðrún Ólafsdóttir

    7. October 2015

    Mig dreymir þessa skó!

  5. Fjóla Finnboga

    8. October 2015

    Þú VERÐUR að setja inn mynd af þessari hillu!! Ég sef varla fyrir þessu hahahaha ;)

    En annað sem mig langar að spyrja þig að, hvernig læturu sérmerkja staðina sem þið eruð búin að búa a inn á kortið ?

    • Svart á Hvítu

      8. October 2015

      Hahaha ok, …. ég lofa, skal taka mynd soon!;)
      Heyrðu þetta var bara þjónusta sem þeir bjóða upp á, en þá þarf að kaupa beint í gegnum þau: https://www.facebook.com/ReykjavikPosters
      Þau reyndar eru að merkja plakötin “þú ert hér” eða álíka… en ég fékk þau til að setja lítil hjörtu við alla staðina sem við höfum búið á, og svo mun ég halda því bara áfram!
      -Svana:)