Í síðustu viku kíkti ég við á sýninguna Handverk og Hönnun sem haldin var í Ráðhúsinu. Þar var tvennt sem stóð uppúr að mínu mati.. eitt gamalt og annað nýtt.
Hálsmenin sem hönnunarteymið Stáss hafa verið að gera þykja mér vera virkilega flott. En þær eru með aðstöðu í Netagerðinni á Mýrargötu.
En það nýjasta nýtt voru Marimo blómavasarnir frá hönnunarteyminu Postulínu, en það er samstarfsverkefni Guðbjargar Káradóttur leirkerasmiðs og Ólafar Jakobínu Ernudóttur hönnuðar.
Þessir gylltu vasar væru kærkomin viðbót á heimilið mitt!
Skrifa Innlegg