Ef það væri eitthvað sem ég gæti hugsað mér að safna þá væru það fuglar, í öllum stærðum og gerðum. Þá meina ég alla flóruna, uppstoppaða, postulíns, tréfugla og svo er þessi handgerði leðurfugl hér að neðan frekar heillandi líka. Hann er gerður úr ítölsku leðri og heitir PEO, algjört krútt finnst mér.
Hann fæst hjá nágranna mínum í Litlu Hönnunarbúðinni á Strandgötunni í Hafnarfirði. Það er að sjálfsögðu skylda að taka reglulega rölt um miðbæ Hafnarfjarðar, og fyrir ykkur sem komið ekki oft hingað þá bættist jafnvel ný verslun við flóruna um daginn en hún heitir Útgerðin (líka í eyjum), ásamt því að glænýtt og hrikalega huggulegt kaffihús opnaði fyrir stuttu síðan á Norðurbakkanum (á móti Gamla Vínhúsinu). Ég hvet ykkur til að kíkja í bíltúr í fjörðinn fagra:)
Skrifa Innlegg