Fyrir stuttu síðan kíkti ég í heimsókn í Snúruna og rakst þar á ein fallegustu textíl listaverk sem ég hef séð. Listakonan á bakvið verkin heitir Elva Dögg og er menntuð sem textílhönnuður frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún heillast af íslenskri náttúru og öllum einkennum hennar, til dæmis mosagrónum steinum, trjám og svörtum ströndum. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, Elva byrjar á því að taka myndir af náttúrunni sem hún síðan vinnur og velur úr, næst eru þær prentaðar á bómullarefni í bestu gæðum sem hægt er og að lokum saumar hún út í myndina sem gefur verkunum svona Vá áhrif. Verkin hafa mikla dýpt og ég átti erfitt með að snerta þau ekki til að finna efnið, enda erfitt að átta sig á því fyrst hvernig verkin eru gerð. Það væri gaman að sjá myndir af verkunum hennar Elvu inni á heimili, en ég læt fylgja með nokkrar myndir frá facebook like síðu Elvu ásamt einni frá Snúrunni.
GULLFALLEG LISTAVERK EFTIR ELVU DÖGG


Skrifa Innlegg