fbpx

GrowMe

Íslensk hönnun

GrowMe er sjálfvökvandi kryddjurtapottur sem samanstendur af tveimur glerjuðum keramikskálum, blöðru, mold, fræjum og kveikiþræði. Potturinn er framleiddur af Bjarkarási, sem er hæfingarstöð fyrir fatlaða.
Verkefnið er samstarfsverkefni nemenda LHÍ, HR og Bjarkaráss.
GrowMe kostar 3.500 krónur hjá Spark Design Space
***
Ótrúlega fallegt verkefni, ég gæti vel hugsað mér að eiga ferska mintu í eldhúsinu mínu!

Coat Check Chair

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Anonymous

    24. April 2011

    Bíddu bíddu hvernig virkar þetta ?

    -KT

  2. Svart á hvítu

    24. April 2011

    Það eru þegar fræ í pottinum svo það eina sem þú þarft að gera er að hella vatni í neðri pottinn og svo smýgur vatnið smátt og smátt í moldina í gegnum kveikiþráðinn… Sniðugt!:)
    oooog þú getur valið um nokkrar tegundir…
    timian, basil, myntu og fl.

  3. Anna Margrét

    25. April 2011

    Nei nú kem ég og kaupi svona. Eldhúsið mitt er algjörlega myntulaust og það gengur einfaldlega ekki til lengdar!

  4. Anonymous

    1. May 2011

    Svo brilliant!! hvar kaupir maður Svana?!

    -KT

  5. Svart á hvítu

    1. May 2011

    Það stendur hér að ofan KT:) Spark design space sem er á Klapparstíg 33 í RVK:)