Þrátt fyrir að ég nálgist þrítugsaldurinn hratt þá verð ég að viðurkenna að ég varð mjög spennt þegar ég rakst á gamla glimmer umræðu á netvafri mínu í dag, ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að mála heilu veggina með GLIMMERI! Hægt er bæði að kaupa sérstakt glimmer til að blanda út í málninguna (fæst í USA) en samkvæmt sjónvarpsstöðinni HGTV á að vera hægt að blanda glimmer við lím sem síðan verður glært eftir að það þornar. Sumir sjá kannski strax fram á stórslys, en samkvæmt þessari heimasíðu hér, þá málaði sú barnaherbergið með glimmeri og henni var bent á að nóg sé að grunna einu sinni yfir vegginn og mála svo til að losna við glimmerið. Þú þarft sumsé ekki að liggja á veggnum með sandpappír með glimmer í augunum þegar þú hefur fengið nóg.
Það er eitthvað ótrúlega spennandi við glimmer á veggjum, þó myndi ég aldrei setja slíkt á t.d. stofuvegginn. Það er eflaust hægt að útfæra þessa hugmynd á marga vegu, og best lýst mér á smá af hvítu glimmer á hvítann vegg. Svo skilst mér að þetta sé vinsælast í barnaherbergi.
Er þetta kannski alltof gelgjuleg hugmynd til að íhuga?:)
Það eru reyndar líka til glimmerveggfóður og grunar mig að efsta myndin sé með slíku, nema það hafi verið notað kíló af bleiku glimmeri. Það góða við þessa hugmynd er að þú ræður magninu!
Skrifa Innlegg