fbpx

GLIMMERVEGGUR

DIYFyrir heimiliðHugmyndir

Þrátt fyrir að ég nálgist þrítugsaldurinn hratt þá verð ég að viðurkenna að ég varð mjög spennt þegar ég rakst á gamla glimmer umræðu á netvafri mínu í dag, ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að mála heilu veggina með GLIMMERI! Hægt er bæði að kaupa sérstakt glimmer til að blanda út í málninguna (fæst í USA) en samkvæmt sjónvarpsstöðinni HGTV á að vera hægt að blanda glimmer við lím sem síðan verður glært eftir að það þornar. Sumir sjá kannski strax fram á stórslys, en samkvæmt þessari heimasíðu hér, þá málaði sú barnaherbergið með glimmeri og henni var bent á að nóg sé að grunna einu sinni yfir vegginn og mála svo til að losna við glimmerið. Þú þarft sumsé ekki að liggja á veggnum með sandpappír með glimmer í augunum þegar þú hefur fengið nóg.

c1c64ebe721046fc99be216ffb249475

glimmer

Það er eitthvað ótrúlega spennandi við glimmer á veggjum, þó myndi ég aldrei setja slíkt á t.d. stofuvegginn. Það er eflaust hægt að útfæra þessa hugmynd á marga vegu, og best lýst mér á smá af hvítu glimmer á hvítann vegg. Svo skilst mér að þetta sé vinsælast í barnaherbergi.

52556aa3697ab06b37000d10._w.540_h.799_s.fit_

Er þetta kannski alltof gelgjuleg hugmynd til að íhuga?:)

Það eru reyndar líka til glimmerveggfóður og grunar mig að efsta myndin sé með slíku, nema það hafi verið notað kíló af bleiku glimmeri. Það góða við þessa hugmynd er að þú ræður magninu!

DIY : VEGGKLUKKA

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Birgitta

    6. January 2014

    Love it! Væri sko alveg til í einn glimmervegg :)

  2. Gunnhildur

    6. January 2014

    Ekki veistu hvort að það sé hægt að fá svona veggfóður hérna heima?:)

  3. Kristbjörg Tinna

    6. January 2014

    Vá mér finnst neðsta myndin æðisleg! Ótrúlega girnilegt barnaherbergi :)

  4. Erna Höskuldsdóttir

    7. January 2014

    Ef ég ætti veitingastað væri glimmerveggur málið, mjög smart held að ég myndi ekki þora hér heima:)

    • Svart á Hvítu

      7. January 2014

      Sammála að þetta væri flott á veitingarstað.. eða bar.. eða hótel!:)

  5. Rut R.

    7. January 2014

    Wávvv…. svartur glimmer veggur!!!!!

  6. Kristin

    7. January 2014

    Ég er með verslun niðri miðbæ og setti glimmer á svart lakkað gólf fyrir nokkrum árum, fékk síðan leið á þessu. Og þá var það er mikið vesen að mála yfir, glimmerið kemur alltaf i geng þótt ég hafi hamast með sandpappir á þvi! Svo mæli frekar með veggfóðrinu :)

  7. Hilrag

    7. January 2014

    Ég elska þetta!

    áfram glimmer..

    hehe

    xx

  8. Bára

    7. January 2014

    ÓMÆ !! …ég neyðist til að kaupa miða til USA, sé það strax :P

  9. Kolbrún Ýr Harðardóttir

    25. January 2014

    Sé þetta alveg fyrir mér sem einn veggur á baðherbergi! Gull-glimmer þá:D Rosa flott og öðruvísi og stendur uppúr :)