Juliana Santacruz Herrera hefur gengið um götur Parísar og gert við óþarfa sprungur og göt með litríkum fléttum sem að hún býr til.
Mikið er þetta gullfallegt verkefni.
Lífgar svo sannarlega upp á umhverfið.
Heyrðu nú mig þetta er nú mesta dúlla sem ég hef heyrt um í langan tíma. Þvílík krúttsprengja að gera við sprungur og göt á stéttunum. Ég bara á ekki til orð.
Þessi pía og gæjinn í 101 RVK myndinni sem sett klink í alla stöðumælana, deila sæti á topp tíu snúllulistanum mínum.Dúlldúll!
Það er mjög mikið um þetta núna. Það er einn sem fer um allan heim og lagar veggi og annað með því að fylla inn í með legókubbum. Mjög skemmtilegt!
Síðan er það þessi hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Ben_Wilson_%28artist%29 – sem málar á tyggjóklessur! :D
Æi hvað ég ætti að vera aðeins göfugri. Ég borga skatta…telst það með ? :-)
Skrifa Innlegg