Mér finnst skemmtilegt hvernig hægt er að hressa upp á heimilið með aðeins límband eða límfilmu að vopni.
Nýlega keypti ég mér límfilmur hjá Ferró skiltagerð og skellti á stigann sem liggur upp í risið til mín, filman er sægræn og hressti hrikalega upp á þennan annars ljóta stiga.. Það er mjög auðvelt að vinna með þetta efni.
Ég er sannfærð að hér var bara notaður tússpenni og reglustika!
Smá fyrir þá sem eru ekki jafn svart/hvítir og ég.. finnst þetta koma rosa vel út
Og svo að sjálfsögðu smá geometrík á neglurnar!
Núna er ég alveg komin í gírinn að hressa svona upp á eldhúsið mitt, en veit ekki hvort ég eigi að nenna því þar sem að við hjúin erum farin að íhuga að flytja!
Hvernig eruð þið að fíla svona skraut?
Skrifa Innlegg