Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að blanda gömlum hlutum við nýja, það gefur íbúðinni sál.
Húsgögn með sögu, helst erfðargripur eða jafnvel eitthvað úr góða hirðinum í bland við einhverja fallega hönnunarvöru, bjarta liti og ikea húsgögn.
Þetta fallega eldhúsborð verð ég einn daginn að eignast, ég er með thing fyrir 50’s og 60’s eldhúsum og hef þegar fundið flotta second hand fagurgræna stóla, en vantar bara borðið.
Þessi Eames stóll verður einnig alltaf velkominn á heimilið mitt.
Fallegir bjartir litir.
Ætli langamma snúi sér ekki við í gröfinni ef ég mála Svein Kjarval ruggustólinn bleikann!
Fallegur gamall skenkur ásamt nýjum Eames ruggustól.
Ég er komin með plan! (sem að ég ætla að standa við)
En það er að klára að gera íbúðina mína fína, hengja á veggi, mála og gera allt á DIY listanum mínum.
Og það fyrir jól:)
Þá kannski get ég farið að sýna ykkur myndir af íbúðinni.
P.s hér verða bráðum breytingar..
stay tuned
-S
Skrifa Innlegg