Ég rakst á svo ótrúlega falleg pappírsdýrahöfuð í dag þegar ég var í göngutúr á Strandgötunni í Hafnarfirði að ég á til með að deila þeim með ykkur. Ég kíkti inn í ofsalega skemmtilega verslun sem ber líka mjög svo skemmtilegt nafn, Litla Hönnunarbúðin, ég fæ að segja ykkur betur frá henni seinna:)
Það þarf þó þolinmæði að setja höfuðin saman en það tekur um 3 klukkustundir (5 ef þú velur gíraffan), vel þess virði því útkoman er mjög falleg og “animal friendly” ef svo má að orði komast.
Ég var ægilega skotin í myntugrænum nashyrning og hann hefði verið fullkominn í barnaherbergið þar sem einn veggur er einmitt málaður í þeim lit. Bjartur er þó nýbúinn að eignast ‘uppstoppað’ bangsahöfuð og ég veit ekki með að hafa tvö dýrahöfuð í herberginu hans? Er það ekki of mikið af hinu góða? Það yrði kannski smá ruglandi fyrir elsku Bjart að alast upp með alla þessa uppstoppuðu fugla á heimilinu og svo tvö höfuð í sínu herbergi en eiga svo lifandi kött sem gæludýr, haha kannski smá út fyrir efnið, en þið fattið hvað ég meina…
Ég átti til með að deila þessu veggskrauti með ykkur, ég hef nefnilega ekki rekist á þessi höfuð í verslunum áður en ég er nefnilega nýbúin að birta innlit þar sem einn svona flottur nashyrningur prýddi barnaherbergið, -sjá hér.
Ef þið bara vissuð hvað það er æðislegt að rölta Strandgötuna í Hafnarfirði, ég mæli meððí;)
x Svana
Skrifa Innlegg