fbpx

Facebook síður eða flóamarkaðir?

Hitt og þetta
Ég elska flóamarkaði og ég elska líka að gramsa í Kolaportinu og finna fjársjóði. Sumir af fallegustu og dýrmætustu hlutunum sem ég á fann ég einmitt á klink á slíkum stöðum. 
Það halda sumir að þeir séu dottnir í lukkupottinn þegar þeir finna facebook síður sem selja vintage/retro hluti en vita þó ekki að einmitt þetta er að finna í Góða Hirðinum á 70% lægra verði.
Sumt sem er til sölu á þessum facebook síðum á nokkra þúsundkalla í dag sá ég einmitt á 500krónur í Góða Hirðinum fyrir 2 dögum síðan. 
No joke. 
Afhverju haldið þið annars að það sé reglulega röð fyrir utan GH nánast alla daga fyrir opnun?
Ef ég væri þú.. myndi ég eyða svona síðum af vinalistanum mínum og skreppa í bæjarferð í staðinn!



Það sem er í uppáhaldi hjá mér frá svona flóamörkuðum er t.d viðarvængir sem ég var að finna! Hef þó ekki hugmynd hvað ég ætla að gera við þá! (eru töluvert fallegri en þessi mynd af netinu)
Og svo tyggjóvélin sem slær í gegn hjá öllum krökkum sem koma í heimsókn:) 
En þetta er bara brot af dótinu sem ég hef dröslað heim. Og það má líka finna t.d ýmsar hönnunarvörur á svona mörkuðum! 

Kveðja Svana spæjó:)

skófínt

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Anonymous

    21. November 2011

    Sjæse… ef þú veist ekkert hvað þú ætlar að gera við viðarvængina, þá máttu bara henda á mig maili og ég kjöbi þá af þér á trilljónföldu verði :)

    kv. Rut

    rut@sc.is

  2. Svart á hvítu

    21. November 2011

    Haha, já ég hef þig bakvið eyrað:) Ég hlít þó að geta fundið einhvern stað fyrir þessa fínu vængi:)
    -Svana

  3. Anonymous

    21. November 2011

    Elska að gramsa og finna gersemar! Dót með sál er bezt :D

  4. Anonymous

    23. November 2011

    flott að setja vængina fyrir ofan hurð, spegil eða rúm…:) fer reyndar dálítið eftir stærðinni á þeim. sjúklega flottir.

    og alveg er ég sammála, hægt að finna fullt af gersemum innan um allt draslið.

  5. Diljá

    24. November 2011

    Ég er svo sammála! Það toppar fátt fjársjóðsleit :)

  6. ólöf

    25. November 2011

    það er alveg rétt.. leynist svo margt í Góða Hirðinum, líka gott að fara út á Granda fyrir heimilistæki og annað þvíumlíkt..vill oft gleymast..

    svo eru líka kassarnir hennar mömmu afar dýrmætir, allavega á mínu heimili..