fbpx

“EN ÞAÐ STYTTIR ALLTAF UPP & LYGNIR”

Samstarf

Ég keypti svo ótrúlega falleg blómaskreytt stígvél á dóttir mína í fyrradag og ekki grunaði mig þá að það yrði mögulega staðalbúnaðurinn hennar út mánuðinn:) Útiföt hafa reyndar átt hug minn alla þessa vikuna þar sem sonur minn lagði af stað í 4 daga fjallgöngu í gær (og er reyndar veðurtepptur núna) hans útiföt voru reyndar ekki svona krúttleg eins og þessi hér að neðan en vá hvað hann var þó mikill gæji! Það gleður mig afskaplega mikið hvað útiföt eru mörg hver falleg í dag og úr miklu að velja, bæði fallegir litir og mynstur. Ég komst að því nýlega að dóttir mín hafði vaxið upp úr öllum skónum sínum og hoppað yfir heilt númer, sem betur fer gaf amma hennar henni strigaskó í afmælisgjöf en ég keypti svo stígvélin í Nine Kids sem eru svo einstaklega falleg að ég gæti hugsað mér þau líka í stærð 39 fyrir mig sjálfa. Það eru þessi á mynd no. 2.

Myndirnar hér að neðan eru flestar frá Celavi merkinu og nokkrar frá Mikk-line úr Nine kids. Stígvélin keypti ég sjálf, og einnig pollagalla sl. haust frá þeim svo ég get vel mælt með þessum vörum. Myndirnar eru einfaldlega svo fallegar að mig langaði að deila þeim með ykkur ef þið eruð í útifataleit ♡

Sjá þessi fallegu börn,

“Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir…”

BACK TO BEIGE - VIPP Í GORDJÖSS NÝJUM LIT

Skrifa Innlegg