12 Skilaboð
-
Það er stundum ekki í lagi hvert verðlag á Íslandi er að fara. Tala nú ekki um eins og þú segir þegar hönnunin er gerð fyrir blindan og mögulega ölvaðan mann. Efniskostnaður er nánast enginn og það er bara skemmtilegt að sitja 2-3 saman á góðu kvöldi og leika sér.
Ég styð íslenska hönnun en sumt er einum of fáránlegt til að geta stutt við það. -
Ég er alveg sammála ykkur. En vitið hvað mér finnst leiðinlegast við þetta allt saman?
Þeir hönnuðir (sem eru þá alvöru hönnuðir, þið fattið, ekki að þeir séu endilega mikið menntaðir en æi já þið skiljið mig) sem leggja sig alla fram við vinnuna!
Metnaðurinn er í hámarki! Margir hverjir vinna jafnvel hráefnið sjálfir, eins og til dæmis að lita efnin í höndunum. Velja vandlega allt saman, eru sjálfir sér samkvæmir við úrvinnsluna. Eru samviskusamir, leggja mikið á sig, eyða mörgum mörgum dögum í vöruna og skila henni ekki af sér fyrr en þeir eru fullkomnlega ánægðir með hana.
Ég vinn í þessum bransa, ég þekki svona hönnuði og er stolt af þeim. Og þeir fá ekki hátt tímakaup skal ég segja ykkur, stundum leggja þeir út svo mikla peninga í vöruna að þeir eru á kúpunni út mánuðinn. Það hef ég oft orðið vitni af.En þeir gera þetta samt því að þetta er þeim hjartans mál.
Ekki eitthvað pakk sem fer auðveldu leiðina, ætlar að ,,græða pening”, hermir eftir og þykist svo ætla verðleggja sig eins og þeir sem er í þessu fyrir alvöru.
Svona fólk á að læra að skammast sín.
Og ég vona innilega að íslenskir neytendur fari að sjá muninn. -
Sammála þessari hérna fyrir ofan. Gott dæmi um þetta er Volcano Design. Þær sem sjá um það kaupa efni þar sem ég vinn, svo ég veit alveg hver efniskostnaðurinn er.. þær fá rosalega mikinn afslátt, jafnvel á ódýrustu efnunum.. svo sauma þær saman einhverja eina tusku, kalla þetta hönnun og láta hana kosta 20 þúsund eða meira! Sorry en mér finnst þetta bara svo mikið rugl.. ég gæti gert þetta sjálf heima hjá mér fyrir helmingi minni pening!
-
alveg sammála!
maður sér svo oft eitthvað sem maður gæti nú bara skellt í á klukkutíma! :)
annars eigum ég og íslensk verðlagning ekki heldur samleið – þó að ég hafi aldrei búið annars staðar :D
H -
mjög sammála, það er rugl hvað mikið af þessum íslensku búðum eru að selja svipaðar vörur í dag og einmitt mjög plain sumt mjög auðvelt að sauma og á rugl verði!
-
GUUUUÐ hvað ég er sammála! Eins og talað úr mínu hjarta Svana með þessa leðurpeysu t.d.. ég var að skoða hana í vetur og langaði svo í hana en hafði það ekki í mér að kaupa hana!
Það er svooo lítið mál að sauma margt af þessu! jiminn ég verð bara pirruð að stelpur séu að eyða aurunum sínum í þetta!
OG já það pirrar mig svolítið að þessir “hönnuðir” eru ekki lærðar og mér finnst maður verða að verðleggja sig aðeins eftir því líka..
-
já æ þetta er mikið rugl..
ég er samt í skýjunum yfir góðum kaupum hjá Líber um daginn:) keypti mér fallega ullarslá, hlýja og góða á 30.000, vandað efni..vandaður saumaskapur, nokkrir möguleikar á útkomu (með hettu, án hettu, vafið hettuna misjafnt og svo framv.)..með vösum..og margt gott..og mér fannst hún svo þess virði..sérstaklega þar sem auma kalda Puma úlpan mín kostaði 20.000 fyrir tveimur árum
bara að gefa Írisi í Líber smá kúdos!
en margir eru að rukka alltof mikið, eins og t.d þessi með skóskrautið á 15.000..
-
Hah ha væri ekki geðveikt ef Hönnunarsambandið eða hvað þessi samtök öll heita myndi krefja hönnuði um að setja svona DIY miða á allar vörur sem tók minna en einhverja X klukkutíma að gera og efniskostnaður var lægri en X.
Svona viðvörun….
Jeij, það væri svo fönní! -
“Ætla að sauma mér það sem mér vantar helst.”
mér vantar? í alvöru?
-
Það er allt í lagi að hrista hausinn ef maður rekst á villur en að gera svona mikið mál úr því. í alvöru??
-
Það er rétt, ég afsaka þetta leiðinda comment, ég var í slæmu skapi. Þið eruð með súperdúper blogg!
-
Takk fyrir að biðjast afsökunar híhí:)
Mér þykir það leitt ef að mín æðislega flotta stafsetning fer fyrir brjóstið á ykkur…
I cant' help it:)Veit hún pirrar Rakel líka smá sem að reynir að lagfæra þetta versta hjá mér:)
-S
Skrifa Innlegg