Ef að peningar væru ekkert vandamál…hvort myndir þú frekar kaupa þér Eggið eða Svaninn?
Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra, en það þarf að leita langt til að finna jafn formfagra stóla. Það má alltaf leyfa sér að dreyma:)
Ef að peningar væru ekkert vandamál…hvort myndir þú frekar kaupa þér Eggið eða Svaninn?
Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra, en það þarf að leita langt til að finna jafn formfagra stóla. Það má alltaf leyfa sér að dreyma:)
Eggið – lovit.
Er ekki bara bæði betra…svona fyrst maður er að láta sig dreyma :)
Mér finnst nóg að hafa eitt egg á fallegum stað en finnst svanirnir oftast þurfa að vera tveir :) AFAR erfitt að gera upp á milli samt! Þyrfti eiginlega að ákveða fyrst plássið og meta það svo út frá því, ef þú skilur hvað ég á við :)
Mig dreymir um Svaninn… í grænum lit :)
Eggið – í leðri, annað hvort brúnt eða svart :)
Ég hef enga tengingu við svaninn, margir aðrir stólar sem ég myndi kjósa áður ;)
kv Thelma
Eggið! Alltaf Eggið
Svanurinn, ekki spurning! Finnst þeir ekki þurfa að vera tveir ;)
Finnst eggið bara full stórt og finnst það ekki sóma sér nema það hafi gott pláss :)
eggið mér finnst þeir samt báðir mjög flottir og flest allt sem Arne Jacobsen hannaði hann er líka einn af mínum uppáhalds hönnuðum :)
Eggið!
Eggið :)
Báðir svo rosa fínir! Mér finnst samt tveir Svanir paraðir saman með því flottara! :)
Alveg sammála Thelmu. Eitt stykki leður Egg í leshornið væri draumurinn.
Ég verð að segja eggið! En annað, geturu sagt mér hvaðan kertastjakinn er sem er á neðri myndinni?
Ég verð að segja eggið. :)
Ég hef setið í svona eggi og mér fannst það ekkert þægilegt, eiginlega bara ein stelling í boði – teinréttur. Ég vil geta legið/setið í einu ;)
Annars finnst mér samt eggið fallegra.
Eggið fær mitt atkvæði :)
Eggið . Ekki spurning
Ég mundi klárlega velja eggið :)
Eggið, rautt. Notalegt að hjúfra sig þar með góða bók og geta hallað höfðinu :)
Eggið ekki spurning, annað hvort brúnt leður eða rautt. á óskalistanum :)
Skrifa Innlegg