fbpx

e-label

Íslensk hönnun

Ég er ein af þeim sem klæðist of oft svörtu frá toppi til táar… Hvað get ég sagt, it’s my thing.
Ég rembist oft við að finna einhvern einn lit með, skór eða veski í lit svo ég
líti nú ekki út eins og á leið í jarðaför.

Afhverju er samt svona tabú að klæðast öllu svörtu?
Svartur er fallegur litur, það eiga allir svört föt, það er auðvelt að klæðast svörtu
og til að toppa það þá á hann að virka grennandi! Hvað er ekki gott við það haha.

Fataskápurinn minn er allavega troðfullur af svörtum flíkum og ég
ætla að halda áfram að bæta í safnið.
Ég held að litir fari mér bara ekki svo vel. Gæti það ekki bara verið?

En ég var að skoða síðuna hjá E-label og fann þar margt fallegt sem ég væri til í að eiga.
En E-label selur bara SVÖRT föt.
Tékkit; E-label


Finnst samt þessar latexgínur mjög svo óaðlaðandi…

-S

Pósturinn Páll

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Anonymous

    10. December 2009

    Svo fékk Beyonce sér leggóarnar sem eru næst efst!
    verð samt að viðurkenna að ég er ekki mesti e-label aðdáandinn.. .

    fatou

  2. Anonymous

    10. December 2009

    Ég geri þetta svooo oft ! Er í öllu svörtu.
    …ég er farin að hallast að því að krakkarnir á leikskólanum sem ég vinn á haldi að ég sé manson eða einhvað ! hahah hafa oft kommentað á þetta hjá mér “þú ert með svart hár, í svörtum buxum, svörtum sokkum og svartri peysu”
    Næstu daga gleymi ég aldrei að krydda upp á dressið með lit, þótt það sá bara grár eða hvítur !!

    kv. Bára :)

    PS. Stórt LIKE á þessa síðu ! Hún er að bjarga próflestrinum.

  3. SVART Á HVÍTU

    10. December 2009

    Haha ég vissi það ekki Fatou:) En neinei er allsenginn fan svosem, fann bara þetta fínerí á netröltinu:)
    En gaman að heyra Bára, takk fyrir það..:D

  4. Anonymous

    11. December 2009

    Verð að viðurkenna að ég er mjööög hrifin af E-label og sérstaklega jökkunum, peysunum og leggings frá þeim. Finnst þessar með svörtu pallíettunum TO Die for. En mér finnst allt í lagi að vera í öllu svörtu, þetta er svolítið íslenskt líka að vera svona svartklæddur, það er miklu meira um það úti að fólk sé að klæðast litum enda ekki myrkur hálft árið þar eins og er hér.

    -Valdís

  5. Garðar Ey

    12. December 2009

    ehhh…??? Litir stelpur…litir…