fbpx

Dýraþema

Hönnun
Fyrir hina sönnu dýravini er til mikið úrval af dýrahúsgögnum og úr nógu er að velja.
Það má nú deila um fegurðargildi þeirra, en mér finnst þau drop dead flott!

Þessi dýralína er hönnuð af Front design, og ég hef nú séð þennan dásamlega real size hesta lampa á 3 stöðum í 101 Reykjavík þrátt fyrir himinhátt verð.
Þessi ofursæti kanínulampi kostar um 70þúsund krónur.
Spurning um að setja hann á brúðkaupslistann!:)

Svo er það hið franska hönnunarfyrirtæki Ibride sem hefur fengið mikla athygli fyrir dýralínuna sína.
En í þetta sinn er það ekki lampi… heldur HILLA:)
jújú hvern langar ekki í ísbjarnar eða hesta hillu í stofuna sína?


En þeir mega nú eiga það að þessir bakkar eru ofsalega fallegir,
ég myndi ekki segja nei við þeim allavega.
Update: Lítil kindarborð frá Ibride fást í Aurum,

-S

The Local Firm

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Anonymous

    13. June 2010

    Getur verið að Aurum sé að selja Ibride hönnun?! Hef séð lítil sæt borð þar sem eru eins og litlar kindur, og minna ísbjarnarhillurnar. Það er franskt fyrirtæki sem gerir þau. Horfi alltaf löngunaraugum á þau þegar ég geng fram hjá :)

  2. Svart á hvítu

    13. June 2010

    Jú mikið rétt, þau eru æðislega flott, en hrikalega dýr!
    Minnir að litla borðið sé á um 80þúsund.
    Sem er reyndar ekki mikið fyrir hönnunarvöru í dag.
    -S

  3. birna h

    13. June 2010

    ég held að bakkarnir eru það eina sem ég myndi ekki afþakka, þetta er ekki fyrir minn smekk þó ég sé dýravinur :)

  4. ólöf

    13. June 2010

    mig langar í Kanínulampana!! og bakkarnir eru æðislegir og ísbjörninn ekkert smá sætur! ég set samt ennþá spurningarmerki við hestalampann og grísaborðið..

    en óóó hvað þetta er samt margt fallegt! ég sá líka mega kjút fílahillu um daginn frá Habitat sem minnir á þennan ísbjörn og strútinn og það dót sem er núna í aukabúðinni sem er hluti af Aurum: http://1.bp.blogspot.com/_FOSxj-8qbk4/S4-uab_yOVI/AAAAAAAAAxU/g-uSWt0UFEE/s1600-h/963595.jpg (þetta er fílahillan)

    alveg búið að vera hátt á óskalista síðan..mjög sæt finnst mér, og ég er að safna fallegum barnabókum sem ég hafði hugsað mér að raða í hana:)

    svo elska ég líka dýralampana úr kisunni:) á íkorna þaðan..:)

    nú er kanínulampinn kominn með á listann af fallegu dóti sem mig langar í

    æi..ég kann ekki að skrifa stutt komment..sorry..en ég er hrifin af flestu hér:) myndi ekki hafa heima hjá mér hestana samt eða grísinn

  5. Svart á hvítu

    13. June 2010

    hahah já ég elska líka að fá löng komment!:)
    Sko fílahillan úr habitat væri mjög smart í krakkaherbergi, en í stofuna mína færi hún seint, jú kannski ef hún væri svört.
    En dýralamparnir úr Kisunni eru aðeins of fallegir, bambalampinn er no.1 á óskalistanum mínum. Aðeins of pretty:) Er að leita hægt og rólega af ódýrari týpu einhverstaðar.
    -Svana

  6. ólöf

    14. June 2010

    gott:) þá eigum við greinilega samleið í bloggheiminum

    já mig langar í bamba líka:) er hann dýr? hef ekki tjékkað..en held að kanínan og íkorninn minn og allavega sveppurinn litli voru á 5000 kall..

    já nei, ég myndi vilja fílahilluna í núverandi svefnherbergi eða einhvers staðar á sérstað, ekki stofu..held ég..en mér fannst þetta henta afar vel undir barnabókasafnið mitt sem eins og er klesst saman í hillunni minni sem er að springa:P svo krakkalegt og sætt, haha..held ég sé stundum að misskilja eigin aldur..ojæja

  7. ólöf

    14. June 2010

    á kisan.is stendur að kanínan kosti meira að segja bara 4300 en bambi er talsvert stærri..hm

  8. Svart á hvítu

    14. June 2010

    haha já,
    En mig minnir að bambi hafi allavega verið á um 10þúsund. Ég skellti mér allavega ekki á hann vegna verðsins, En ég mun eignast hann einn daginn, plastuglunni minni vantar félaga:)
    -Svana

  9. Anonymous

    14. June 2010

    Litla lamba-borðið er á 38.000. Ég ætla allavega að vona að afgreiðslustúlkan hafi ekki ruglast og sagt eitthvað kolvitlaust við mig :/