fbpx

DIY: veggskraut

DIY

Þetta veggskraut er handmálað á vegginn. Reyndar af listamanni, en það segir mér ekki að hver sem er eigi ekki að geta gert svona fínerí á vegginn:)
Það er meirasegja frekar auðvelt!

1. Það fyrsta sem þarf að gera er að finna myndina eða mynstrið sem þú vilt fá á vegginn. Það getur verið hvað sem er, og í hvaða stærð sem er.
2. Síðan þarf að opna myndina í Photoshop og breyta henni í aðeins útlínur, s.s eyða út bakgrunninum. Það er mjög auðvelt og ekkert mál að fá einhvern sem á Photoshop til að gera það fyrir mann.
3. Síðan er myndin prentuð út á glærupappír.
4. Mikilvægt er að redda sér myndvarpa, en ef enginn á sem þú kannast við þá er hægt að leigja þá á mörgum stöðum.
5. Þá er það að varpa myndinni uppá vegg, slökkva ljósin til að sjá myndina skýrar og teikna í allar útlínur með blýanti.
Síðasta skrefið er svo að mála í allar útlínurnar með málningu.
Og tada! Þá ertu komin með mjög ódýrt og mjög flott veggskraut:)

-S

Feathers

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Karen Lind

    24. April 2010

    Mér finnst þetta gasalega smart.
    Sérstaklega við svona stílhreint heimili. það væri algjör martröð að hafa þetta inn á heimili sem væri troðfullt af dóti :-) loves it

  2. SVART Á HVÍTU

    24. April 2010

    Já úff… vona að fólk hafi það nú bakvið eyrað.
    Less is more!:)
    En p.s er búin að skemmta mér konunglega að lesa formspring síðuna þína hahaha.. Spurningarnar sem þú færð eru vægast sagt spes!
    -Svana

  3. Karen Lind

    24. April 2010

    Iii. Nkl, sérstaklega þessi “ég held að formspring sé ekki fyrir þig” hahaha. Lovely :-)

  4. óskalistinn

    24. April 2010

    jamm þetta er lítið mál, teiknaði á vegg fyrir vinkonu mína um daginn (reyndar ekki með myndvarpa, bara fríhendis upp á vegg) og hún fyllti svo í línurnar sjálf :) Það geta þetta allir :)

  5. Íris

    24. April 2010

    BIG like :)

  6. Anonymous

    26. April 2010

    Jæja best að drífa fram myndvarpann sem er í geymslunni…það var aldeilis góð fjárfesting á níunda áratugnum ;) Hvar fær maður nýjustu týpuna nú á dögum?