fbpx

DIY: myndir frá lesanda

DIYFyrir heimilið

Mér til mikillar ánægju þá fékk ég þessar myndir sendar í dag frá lesanda Svart á Hvítu.

Hann er mikill DIY snillingur og gerði t.d þetta ljós hér að ofan úr gömlum sultukrukkum, lyfja og rjómaflöskum frá fyrri hluta síðustu aldar.

Ljósin hanga í rauðum tauvír og eru 20 ljós notuð í þessa ljósakrónu.

(allar myndirnar eru teknar af Vöndu Hellsing)

Mjög fallegt ljós!

Hann hannaði einnig og smíðaði heilt hús og allar innréttingar þess og tæki.

(já erum við að tala um ofurkarlmann)

Eldhúsborðið á myndinni hér að ofan er smíðað úr 100 ára gömlum við, og ljósin sem hanga yfir borðinu bjó hann einnig til.

Annað ljósið er gert úr gamalli mjólkursíu og hitt er búið til úr einhverskonar lúður.

Svo eru eldhússkápahurðirnar úr gömlum kjallaragluggum. -Frábært hugmynd að endurnýtingu

Þessi krani er mjög skemmtilegur!

Kraninn í eldhúsvaskinum er einnig heimatilbúinn, hann er búinn til úr kopar rörbútum og eru hurðarsnerlar notaðir til að skrúfa frá og fyrir.

Mér fallast hreinlega hendur þegar ég sé svona myndir!

Einn daginn ætla ég að verða svona myndarleg og búa mér til mitt eigið borð og ljós.. eða það er draumurinn:)

Sem betur fer er kallinn að læra húsgagnasmíði svo draumurinn um heimatilbúið borð gæti ræst!

Hvað finnst ykkur?

Verner Panton

Skrifa Innlegg