fbpx

DIY: Laugardagsföndur

DIY
*Næs*
En ég fíla betur DIY logo bolina.
Mér þykir þetta mjög kúl haha, en hægt að er að kaupa svona boli á mörgum netsíðum.

Eeeeeen þar sem ég elska DIY þá er þetta tilvalið laugardagsföndur:)

Eina sem þarf er fatatúss-fæst í Virku, Föndru ásamt flestum hannyrðabúðum!
Mæli með að copy-a mynd af logo-inu af netinu og prenta út, nema þú sért mjög nákvæm.
Klippa/skera logo-ið út og svo krassa inní eftir smekk, hef séð margar útgáfur af þessum bol og svo má vel skrifa einhvað fyrir neðan.

T Ö F F



Svo hef ég mjög mikinn húmor fyrir þessum bolum og töskum.

En þessi á þó vinninginn! Þetta er hann Karl Lagerfeld fyrir þá sem ekki vita:)

Lily Allen eftir sitt laugardagsföndur.

Svo er þetta nú einn stór kjánahrollur.
En hönnunarnemi að nafni Ryan McSorley hefur hannað tímabundið “tatto”. Skin by Chanel kallar hann það en ef þú sefur með þetta höfuðband á þér þá vaknaru s.s með Chanel logo-ið prentað á ennið á þér! Svona eins og þegar við vöknum með koddafar:)
Fallegt?

-S

Götutíska-London

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Eyrún

    5. February 2010

    Fatapennar eins og þessi á myndinni fást líka bara í helstu bókabúðum :)

    En mjög sniðugt með bolina! Ég mun pottþétt gera einn svona við tækifæri.

    Bloggið ykkar flott eins og alltaf! :)

  2. hildur maria

    5. February 2010

    oohhh ég elska bloggið ykkar !!
    alltaf eitthvað svo fallegt og sniðugt sem maður fer nokkrum sinnum á dag inná til að skoða !

    takk fyrir þetta diy, líst voða vel á ;)

    keep up the good work !

  3. Anonymous

    6. February 2010

    skoða bloggið ykkar alltaf, og bíð alltaf spennt eftir nýju! :)
    lýst vel á föndrið – mun definitely prófa það næst!

    -kb

  4. Glys&Glamúr

    6. February 2010

    Þið eruð æði! :) ég mun án efa prófa þetta um helgina!! Engin spurning!

    Love,
    Rakel

  5. Eva Dögg

    7. February 2010

    Hehe… þetta hjá Ryan var nú líka gert til að vekja fólk aðeins til umhugsunar um þetta merkjasnobb… meira svona concept heldur en söluvara

  6. Agla

    7. February 2010

    Ú þetta er snilld.. :)

    en fer þessi fatatúss ekkert úr í þvotti, þarf maður ekkert að þvo þetta einhvernveginn sérstakt eða ?

  7. SVART Á HVÍTU

    8. February 2010

    neibbs ekki ef þú notar svo til gerðan fatatúss :)

    -Rakel

  8. Gardar Ey

    8. February 2010

    Rett hja Evu Ryan var med mer i bekk i CSM og tetta verk hans er meira adeila en alvara…

  9. Rakel

    8. February 2010

    ef svo er þá thumbs up fyrir honum!

  10. Svana

    8. February 2010

    Síðan sem ég fann þessar myndir voru á fjallar aðeins um WTF hönnun haha. Svo nei, það fylgdi ekki með conseptið hans.
    En eftir að hafa lesið mér til um þetta þá þykir mér þetta mjög áhugaverð pæling hjá honum, það er rétt að mörg okkar flokkum okkur eftir merkjavörunum sem við kaupum, og að ganga um með LV tösku með prentinu þeirra á þykir mér ansi hallærislegt því það er einungis gert til að allir í kringum þig viti að þú eigir LV veski.
    En hitt er þó að þrátt fyrir að þetta sé hannað til að vekja fólk til umhugsunar þá er án efa fólk þarna úti sem væri til í að næla sér í svona græju haha.