fbpx

DIY: Lady Gaga hár!

DIY
Saga hár”slaufunnar” nær aðeins lengra en Lady Gaga æðið síðasta árið, en henni skörtuðu fyrirsætur Valentino Fall/Winter 2005 ásamt YSL Fall/Winter 2005 t.d.
Ég hef rekist á svona gervihárslaufur í nokkrum búðum, en það lúkkar frekar hallærislega og erfitt að finna sinn rétta hárlit. Ég var að finna DIY á einni síðu og verð að deila þessu með ykkur. Enda er þetta jafn auðvelt að gera og snúðurinn sem ég/þið eflaust líka hendum svoooo oft í hárið á okkur. -Alltof oft!
Note to self; Hættu að setja þennan tussulega snúð í hárið þitt!


Þetta þykir mér töff, líka 100x skvísulegra en snúðurinn(ekki snúður heldur meira klessa sem ég er of oft með í hárinu)

Skref 1: Settu mjög hátt tagl í hárið!

Skref 2: Skiptu taglinu í 2 hluta, gerðu lykkju og festu það með teygju.

Skref 3; Notaðu endann úr taglinu til að fela teygjuna og festu niður með ömmuspennum.
TADA

-S

Monki

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Aslaug

    3. February 2010

    Love it love it looooove it!

  2. óskalistinn

    3. February 2010

    ok það er ekki oft að mig langar að hafa sítt hár.. en þetta er geggjað!

  3. Anonymous

    3. February 2010

    vá ég er svo að fara gera þetta við hárið mitt!!

  4. Hildur Dis

    3. February 2010

    Mjög flott;) en ég tek þetta persónulega til mín að hætta að henda í ljótan snúð…. kannksi bara þegar þú kemur heim þá verð ég með slaufu en ekki snúð í hárinu hehe

  5. karen

    3. February 2010

    Næs!

    Ég ætla klárlega með þetta á næsta tjútt/ í skólann!

  6. Anonymous

    4. February 2010

    Vá þetta finnst mér geggjað!

    Thanx!

    kv. Telma B

  7. Agla

    7. February 2010

    Aðeins of mikil snilld :) Prófa þetta pottþétt á morgun í staðinn fyrir vinnu-snúðinn minn :)