fbpx

DIY kreisí kúl loftljós!!

DIY
Ég rakst á svo brilliant DIY á einni af nýju uppáhalds síðunni minni!
Þar er því líst skref fyrir skref hvernig hægt er að búa til svona ljós, á nokkuð auðveldan hátt!
Tékk it –> HÉR

Þetta virkar frekar auðvelt í framkvæmd og mér finnst þetta ógeðslega töff!!
Ég er að fíla þessi að ofan, litinn og grófleikann, en það er að sjálfsögðu hægt að gera svona ljós í öllum
mögulegum litum og mörgum stærðum!
Hér eru t.d. nokkrar mjög flottar útfærslur á ljósinu…

Ég er búin að hugsa mikið um þetta og skoða þetta á fleiri síðum og þeir sem hafa gert þetta sem ég hef lesið um lýsa þessu sem frekar auðveldu ferli… Ég spáði soldið í hvernig bolta væri best að nota, því það verður að vera auðvelt að ná honum út úr kúlunni að verki loknu. Ég sá á einum stað að blaðra var notuð (neðsta myndin), en ég myndi ekki gera það því þær verða sjaldan alveg kringlóttar. Á síðunni sem ég benti á er notaður svona plast leikfangabolti eins og má eflaust fá í næstu dótabúð. Ég gæti trúað að það yrði soldið erfitt að ná öllu loftinu úr honum í lokin þannig að það megi auðveldlega toga hann út.
Þannig mér datt í hug að það væri eflaust sniðugast að nota sundbolta! Ég fór í Lyfju og fékk þar flotta stærð af sundbolta og býð nú bara eftir að ráðast í verkið:)
Ég ætla klárlega að gera svona ljós fyrir stofuna, er bara ennþá að reyna að finna tíma til þess og ég á einnig eftir að ákveða í hvaða lit það á að vera!
-R

sólsól skín á mig

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. óskalistinn

    18. February 2010

    aaa :D æðislegt! mig langaði svo í svona svart ljós fyrir ári síðan, þá var ég mikið að velta því fyrir mér hvernig ég gæti búið þetta til sjálf :) snilld! verkefni næstu viku komið! :):):)

  2. SVART Á HVÍTU

    18. February 2010

    æði!:) Ég hlakka til að sjá útkomuna þína… Ég get ekki ákveðið hvaða lit ég á að hafa á þessu! Er að spá í annaðhvort svörtu eða eins og þetta brúna á fyrstu myndinni… :)

    -Rakel

  3. óskalistinn

    18. February 2010

    ég er að hugsa um svart en ég á reyndar fallegt hvítt nælonband sem ég notaði í óróa um daginn, kannski ég hafi mitt bara hvítt :) þá er ég komin með ljós í barnaherbergið (í stóru framtíðaríbúðinni…)

  4. ...

    18. February 2010

    Hvar fekkstu bandið í þetta ?

  5. svana

    18. February 2010

    þetta er svo mikil snilld! væri til í að gera nokkur svona lítil úr gullvír………
    held það væri mjög pretty:)

  6. SVART Á HVÍTU

    18. February 2010

    Já það væri æði Svana…
    En bandið eins og er á fyrstu myndinni fæst t.d. í Byko og Húsasmiðjunni. Þetta heitir Hamp String á ensku en er ekki alveg með á hreinu hvað íslenska orðið er. Annars er líka hægt að kaupa hvernig band eða garn sem er í næstu föndurbúð t.d. Svo held ég að það sé best að nota föndurlím í þetta:)

  7. svana

    18. February 2010

    Heitir þetta ekki bara Hampur á íslensku líka?
    En ég myndi nota trélím… er hvítt en verður glært þegar það þornar:)

  8. Anonymous

    19. February 2010

    Vá æðislega sniðugt!! Hvar ætli sé hægt að fá svona band í mismunandi litum??

  9. SVART Á HVÍTU

    19. February 2010

    Bara í næstu föndurbúð, svo hef ég líka séð þetta gert með garni sem má nottlega fá í öllum litum í Hagkaup t.d. :)

  10. Anonymous

    19. February 2010

    Snilld, takk fyrir þetta :)
    Æðislega skemmtilegt bloggið ykkar ;)

  11. óskalistinn

    19. February 2010

    það fást nælonbönd í nokkrum litum í byko. Já og sammála Svönu með trélímið.

  12. Starface

    19. February 2010

    Hæ. Ein spurning á ykkur reynslubolta í föndri í sambandi við ljósið. Þarf ekki að gera ráð fyrir neinu “gati” ofan á ljósinu fyrir snúrur að perustæði eða annað slíkt?

    Bestu kveðjur.