Alltof langt síðan ég gerði síðasta DIY blogg. skamm skamm
Minnsta mál að gera svona falleg kögurhálsmen.
í þessi efstu tvö þarf bara langan rennilás, kögur og saumavél.
Hægt er að kaupa kögur og rennilás í öllum helstu hannyrðabúðum svosem; Virku, Föndru og Vouge.
Einnig er hægt að nota leðurbút og skera í hann ræmur, þræða svo keðju í gegn og þá ertu komin með aðeins grófara kögurhálsmen.
Einnig er hægt að nota grófa keðju og þræða spotta í gegnum hvern hlekk.
Eða sauma kögur á mjóa keðju fyrir aðeins fínlegra lúkk.
Svo er hægt að skella afgangskögrinu á bol svona eins og þessi sem ég fann á Asos.
Verst hvað mér finnst kögur vera dýrt, um leið og það varð svona mikið “tískufyrirbæri” þá hækkaði verðið á því uppúr öllu valdi.
Ég er í þessu að skoða kögur á ebay haha:)
-Update: Rakel finnst að ég eigi að kaupa ódýrar kögurgardínur til að klippa niður og eiga þá kögur fyrir lífstíð haha:) En þær fást meðal annars á femin.is og fruvattar.is
-S
Skrifa Innlegg