Hér eru tvær hugmyndir sem heilla mig mikið þessa stundina, en þær rakst ég á heimasíðu hollenska tímaritsins vt wonen sem er smá uppáhalds. Hollenskur stíll er afskaplega fallegur, hann er dálítið hrár og náttúrulegur.
Að búa til sinn eiginn hnífasegul er góð hugmynd sem má útfæra á marga vegu, sjá leiðbeiningar hér, (leiðbeiningarnar eru á hollensku svo ég mæli með google translate.) Í stuttu máli þá þarftu að finna þér viðarbút, jafnvel gamlan við sem hefur fengið að veðrast, svo þarf annaðhvort að fræsa eða bora fyrir seglum sem þú setur í bak viðsins.
Það má þó líka nefna hversu falleg þessi eldhús uppstilling er, bæði diskanir á veggnum sem og litlu smáhlutirnir sem mynda saman afskaplega fallega heild, þetta mætti a.m.k. alveg vera úr mínu eldhúsi.
Að stilla upp fallegum fjöðrum til skrauts er góð hugmynd. Það er fátt fallegra en fjaðrir að mínu mati og það má leika sér með þær á ótalmarga vegu.
Myndir fengnar frá hollenska tímaritinu vt wonen.
Skrifa Innlegg