fbpx

DIY Fataslá

DIY
Ég á eina mjög klára vinkonu sem var að setja upp hjá sér mjög flotta fataslá.
Svo flotta að ég er sjálf að fara að herma eftir henni sem allra fyrst:)

Það eina sem þarf eru keðjur, 2stk fyrir stutta slá en gott að bæta við 3ju keðjunni ef þú ætlar að setja langa slá.
2-3 króka sem boraðir eru í loftið.
Stöng -getur verið úr járni eða tré
Og svo einhvern handlaginn til að bora þetta upp!
Við stöllurnar erum svo heppnar að eiga svo handlagna pabba sem gera svona verk á núll einni.


Fatasláin hjá Kristbjörgu vinkonu minni er þannig sett upp að keðjan var fest við stöngina með því að bora krók í gegn, en fyrir þær sem vilja fara auðveldu leiðina (ég) þá er lítið mál að gera lykkju neðst á keðjuna, opna einn hlekk, festa svo saman og stöngina í gegn!

Meira DIY soon.. to be honest.. þá er ég komin með smá ógeð á að skrifa um tísku:/

-S

Looklet.com

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Anonymous

    30. August 2010

    Það er allt í góðu að taka pásu a tískubloggum því DIY er Miiikið skemmtilegra hvort eðer! :)

    svo er það líka svo haustlegt að sitja heima og föndra eð fallegt..

    X

  2. Anonymous

    30. August 2010

    fáránlega flott! elska diy :)
    en sveiflast hún ekkert til?

    annars alltaf jafn gaman að lesa hjá ykkur!
    -k

  3. begga

    30. August 2010

    næs ! :) væri til í svona úr tré :)

  4. Anonymous

    30. August 2010

    svo mikil smekk kona hún KT okkar ;)

    knús greta;)

  5. Anonymous

    30. August 2010

    Nei hún hreyfist furðulega lítið.. Var einmitt frekar hrædd við það :) Það er nottlega svo mikil þyngd á henni að maður þarf alveg að ýta á hana til að hreyfa hana.

    -KT

  6. Svart á hvítu

    30. August 2010

    Nei þetta er ekkert að sveiflast… En já sammála þér Begga, ég er búin að kaupa mér gylltar keðjur og er að leita af tré-stöng til að setja í:) Það er svo mikið ég…
    En hún KT er svo mikil smekk kona:)
    -Svana

  7. The Bloomwoods

    30. August 2010

    Ekket smá flott slá !
    Gangi þér svo bara vel með hana ; )

    V

  8. Anonymous

    1. September 2010

    KT er svo sannarlega smekk kona – ég er ekki frá því að ég steli þessari hugmynd líka! :)

    -Guðrún María

  9. Anonymous

    7. September 2010

    æðislegt!! meira svona fyrir herbergið!

    En hvar fenguði slánna?

  10. Anonymous

    7. September 2010

    Ég keypti allt hráefnið í Byko.. kostaði undir 2.500.- þ.e.a.s. rörið, keðjurnar, tappar í loftið og krókarnir, krókar til að bora í stöngina og hetturær til að festa á þá. Ferlega ódýrt og skemmtilegt :)

    -KT