fbpx

DIY

DIY
Ég rakst á þetta sniðuga DIY blogg á skemmtilegri síðu; The Ensemble Project

Markmiðið var að búa til skó svipaða þessum

***

Og þetta var útkoman! …nokkuð flott bara

Ég varð bara að fá þetta lánað og sýna ykkur hvað það er hægt að gera margt sjálfur,
bara nota hugmyndarflugið og prófa sig áfram.

Það má fá svona “Nailheads” eða “Studs” í mörgum föndurbúðum, í allskonar útgáfum. Þessir sem hún notar eru til þess að strauja á flíkur, en einnig er hægt að fá með svona pinnum á endanum sem maður stingur í gegnum flíkina (það er kannski erfitt með skó og flíkur úr mjög þykku efni).

Það er líka ótrúlega sniðugt að fara reglulega í gegnum fataskápinn og taka út flíkur sem maður notar ekki mikið lengur og sjá hvort það sé ekki hægt að gera eitthvað til að poppa þær upp og breyta þeim :)

-R

TopShop**

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anonymous

    3. December 2009

    ég myndi kannski ekki gera svona mikið á mína skó
    En góð hugmynd samt!!!!!:)

  2. Anonymous

    3. December 2009

    Veistu… ég á svarta stilettos sem eru orðnir mjööööög þreyttir… gæti bara vel verið að þeir fái smá “nýtt útlit”

    Heldurðu að það fáist svona til að strauja á hérna heima?

    Kv. Þórunn

  3. Sigrún

    4. December 2009

    Mig langar ad føndra svona! er allavega med nægt magn af skóm til ad fórna einu í tilraunastarfsemi:)

  4. SVART Á HVÍTU

    4. December 2009

    Þórunn: Já ég er nokkuð viss um að þetta fáist í Föndru t.d. það er allt til þar:)
    Ég er að spá í að renna við þar við tækifæri og sjá hvort ég finni ekki svona og byrja að föndra :)