Það er ótrúlega ljúf afmælishelgi að baki, en það vill svo skemmtilega til að systir mín varð 30 ára og ég varð 27 ára um helgina. Því voru nokkrar veislur haldnar og þá er nóg að gera og minni tími til að setjast fyrir framan tölvuna og blogga. Ég finn reyndar fyrir hækkandi aldri…þar sem ég er enn að glíma við þynnku síðan á laugardeginum, það hefði sko aldeilis ekki gerst fyrir nokkrum árum:)
Rétt áður en gestirnir komu í gær datt mér í hug að koma þessu gamla DIY aftur í notkun og týna nokkrar Sóleyjar úr garðinum.
Þetta er bara ónýt pera sem ég sagaði skrúfganginn af og stakk í tvö göt (mjög auðvelt).
:)
Skrifa Innlegg