fbpx

BOSTON

Persónulegt

Enn og aftur leita ég til ykkar varðandi ráð, og núna er það Boston!

Mín elskulega systir er að bjóða mér til Boston næsta miðvikudag í nokkra daga verslunarferð. Hún á von á sínu fyrsta barni og það er víst töluverður munur að versla slíka barnahluti þarna úti en hér heima.. (ég fæ s.s. að bera alla pokana hennar!).

Þið sem hafið farið þangað, endilega kommentið eða sendið mér póst varðandi skemmtilegar verslanir, götur, veitingarstaði, markaði og slíkt:)

Ég yrði mjög þakklát!

@INSTAGRAM

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

    • Svart á Hvítu

      31. March 2013

      Ef ég þekki hana Hildi rétt þá er hún eftir að kaupa sér svona teppi!:)
      Hef reyndar heyrt margt um þessa búð og er spennt að kíkja!

  1. Agla

    30. March 2013

    Elskan mín ég hringi í þig þegar ég kem heim frá AK – ég þurfti ekki nema 2 daga til að falla fyrir þessari æðislegu borg. Finnst hún jafnvel toppa NY sem uppáhalds borg á austur ströndinni!

    Er með mörg tips – aðallega shopping tips þó ;)

    • Svart á Hvítu

      31. March 2013

      Ég er mjög mikið til í shopping tips frá þér mín kæra xxx

  2. Sigga Hulda

    31. March 2013

    Ég er að fara til Boston á fimmtudaginn-rekst vonandi á þig sæta;)

    Skal senda þér nokkur tips á facebook!

    • Svart á Hvítu

      31. March 2013

      Var að sjá facebook skilaboðin frá þér! Hversu fyndið væri ef okkur tækist að hittast í Boston þar sem það virðist ekki ganga vel hér á Íslandi haha:)

  3. Hildur María

    31. March 2013

    Ohh Boston er best! Hef farið til 13 ríkja (og margra borga þar af leiðandi) en Boston stendur sko klárleg uppúr!
    Verslunargatan Newbury street er frábær! Virkilega falleg og allar helstu búðir í fallegum múrsteinsbyggingum. Þar rétt hjá er líka moll svo að shoppingið finnst mér vera mjög þægilegt!

    Mér fannst síðan virkilega gaman að skoða Harvard. Það eru fríir túrar sem að nemendur leiða og mjög gaman að skoða byggingarnar þar og heyra frá náminu í þessum sögufræga skóla.

    Boston Common er svo svona mini Central Park og þar er alltaf líf og fjör. Þú ert líka að fara á yndislegum tíma því að núna ættu kirsuuberjatrén að vera að blómstra og það gerir allt svooo ótrúlega fallegt.

    Síðan er líka stemmari að fara á Cheers-barinn og taka nokkrar myndir. (http://www.cheersboston.com/)

    Einnig er gaman að fara að skoða Quincy Market, og kannski hjálpar þetta : http://www.bostonmagazine.com/2012/10/50-best-restaurants-2012/

    Njóttu borgarinnar! :)

    • Svart á Hvítu

      31. March 2013

      Þvílík snilld! Bestu þakkir:)
      Er orðin hrikalega spennt að fara út eftir öll þessi tips!

  4. Ragga

    31. March 2013

    Ég fór í mína fyrstu bostonferð þegar ég var ólétt af syni mínum – var búin að panta heilan helling af dóti á target.com og walmart.com og láta senda á hótelið, algjör snilld að þurfa ekki að burðast með þetta allt.

    Fyrsta daginn fórum við svo í wrentham sem er premium outlet rétt fyrir utan Boston (ca. klukkutími í bíl)- mér finnst persónulega alveg must að fara þangað, allt miklu miklu ódýrara heldur en inní borginni en þetta eru samt sömu vörur :) Það eru sætaferðir þaðan með skutlufyrirtæki sem heitir Boston Common Coach! Hef farið til boston 4 sinnum núna og byrja alltaf á því að fara í Wrentham :)

    • Svart á Hvítu

      31. March 2013

      Ég klikkaði alveg á því að láta senda mér e-ð á hótelið.. er frekar léleg að versla á netinu:)
      En þetta mall hljómar mjög spennandi, ætla klárlega að kíkja betur á það:)
      Takk æðislega fyrir þetta!
      -Svana

  5. Hildur systir

    1. April 2013

    fullt af góðum hugmyndum:) Er búin að finna moll rétt hjá með pottery og barn búð.

    Þetta verður stuð sjà okkur systrum

  6. Fríða

    2. April 2013

    yndisleg borg, þægileg að komast um og bara gott að versla, Fullt a þægilegum stöðum líka, til að detta inná og fá sér eitthvað létt og gott svo maður geti haldið áfram að versla:-)