Skreytingardrottningin Þórunn Högna hélt á dögunum 1 árs afmæli ömmustráksins og var veislan hin glæsilegasta eins og við var að búast enda fagmaður fram í fingurgóma þegar kemur að skreytingum. Batman þema varð fyrir valinu og hugmyndirnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar og munu þessar myndir án efa geta veitt mörgum foreldrum góðar hugmyndir fyrir komandi barnaafmæli. Þórunn hafði undirbúið veisluna í nokkra mánuði og var sífellt að fá nýjar hugmyndir til að bæta við en það er gott að byrja mjög tímalega ef halda á svona glæsilega veislu eins og hún til að geta notið undirbúningsins vel. Ég sjálf er ein þeirra sem er ennþá að skreyta þegar fyrstu gestir mæta og þykir mér því sérstaklega skemmtilegt að sjá svona myndir frá reynslubolta í afmælum – sem líka nýtur þess í botn að dunda sér við að glimmera, spreyja og klippa út öll herlegheitin.
Njótið vel!
Segðu okkur aðeins frá undirbúningnum? Ég var búin að vera undirbúa afmælið hans í nokkra mánuði og var alltaf að fá nýjar hugmyndir. Ég málaði bæði kók og kristal dósir svartar og límdi Batman logo sem ég klippti út (pantaði nokkrar stærðir í Pixel, ég hengdi þá líka upp og setti á glimmer. Ég spreyjaði líka tvo kökudiska svarta til að passa við þemað.
Hvaðan eru skreytingarnar? Ég pantaði svörtu diskana “til hamingju” á Zassle.com ásamt servíettum og límmiðum sem eru á glösum/diskum og pappír sem ég notaði á borðin. Guli dúkurinn, hnífapörin og rörin eru frá Allt í köku, hengin eru frá Pippa.is, Batman blöðrur, límmiðar á gardínum og bollakökuskraut er frá Partývörum. Kökuskrautið tölustafurinn “1” er frá Søstrene sem ég málaði svart og setti svart glimmer á og batt á borða. Batman húsin voru keypt í Target.
En veitingarnar? Afmæliskökuna gerði Arna hjá Kökukræsingum Örnu sem finna má á facebook. Ég gerði annars allar aðrar veitingar og var með litlar kokteil pylsur og litlar pizzur líka fyrir krakkana.
Takk fyrir okkur kæra Þórunn Högna ♡ Hlakka til að fylgjast með enn fleiri veislum sem þú átt eftir að töfra fram.
Þvílík veisla og mikið er hann Vignir Hrafn lánsamur með að eiga svona skreytingarglaða ömmu. Sonur minn þriggja ára sá myndirnar hjá mér á tölvuskjánum og fékk stjörnur í augun að sjá allt Batman skreytt!
Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana.svartahvitu og á snapchat @svartahvitu
Skrifa Innlegg