fbpx

BÆJARRÖLTIÐ Í DAG

Ég kíkti í Mýrina og sá þar það sem Finnsdottir bauð uppá. Á þessari sýningu sameinar Þóra hluti úr mismunandi áttum svo sem hönnun, handverki og listum.

Mér finnst hlutirnir hennar æði. Mig dreymir um svartan blómavasa, væri til í að eiga þessa báða í svörtu!

honkadonka-finnsdottir-alla-vit_0

vare_xlarge_621_0

Hún er líka með þessar krúttlegu kanínur sem eru veggskraut.

d

finnsdottir-porcelain-porcelc3a6n-dekoration-krukke-indretning-interic3b8r-boligcious-design-boligindretning-indretning-interior-mc3b8bler-furnitures-malene-mc3b8ller-hansen-in

Svona lampi myndi vera afskaplega fallegur punktur yfir I í hvaða herbergi sem er. Mig langar að sjá þessa lampa með lituðum skerm, held að það myndi koma vel út. Eitt er allavegana víst, alltaf þegar ég skoða vörur frá Finnsdottir þá enda ég með langan óskalista í hausnum. Maður má alveg láta sig dreyma :)

finssdottir-keramik-porcelc3a6n-kunst-interic3b8r-brugskunst-design-indretning-bolig-boligcious-boligstyling-bordlampe-lamper-belysning

Ég fór í Kirsuberjatréð þar sem sýningin Í skúffum er í gangi. Þar hefur hver hönnuður Kirsuberjatrésins eina skúffu úr gömlu afgreiðsluborði til að sýna vörurnar sínar. Viðfangsefnin voru mjög mismunandi en stærð hvers og eins verks afmarkast af einni skúffu. Mér finnst þetta vera alveg ótrúlega krúttleg hugmynd og hún virkaði alveg fullkomnlega fyrir þessa hluti.

Uppáhalds í skúffunum var þó púði frá Söru Maríu. Þetta var ljósmynd af köðlum sem var prentuð á efni, það voru líka nokkrar aðrar gerðir af púðum fram í búð sem voru fallegir. Ég virðist samt ekki getað fundið mynd af þessum fallegu púðum, því miður. Þið verðið að kíkja á þessa skemmtilegu sýningu, átta spennandi skúffur.

Hér sjáum við hvað Ólöf Erla er með í sinni skúffu.

11062352_10203697554229117_5691193159710837765_o

Ef þið eigið leið á Skólavörðustíginn mæli ég með sýninguni á Kaffi Mokka. Þar eru 5 grafískir hönnuðir, myndskreytir og tvær leturgerðar konur að sýna saman og fannst mér skemmtilegt að sjá hversu ólík öll verkin eru. Tilvalið að fá sér kaffibolla í leiðini.

10620234_836073349782604_757118557981224081_o

Ég flakkaði mikið á milli staða í dag þar sem veðrið var bara nokkuð gott og eru þessar sýningar hér ofan þær sem stóðu uppúr. Ég ætla samt að segja ykkur nánar frá heimsókn minni í Spark Design Space í næstu færlsu.

Svo er bara kominn sunnudagur strax á morgun og ennþá alveg hellingur eftir að skoða !

X Sigga Elefsen

TULIPOP

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1