fbpx

ÁSA REGINS

Heimili


Ég hef lengi fylgst með bloggi Ásu Regins og hef alltaf jafn gaman af því. Það er einlægt og persónulegt og ekki skemmir fyrir að stundum birtast myndir frá fallega heimili hennar í Verona sem veita mér mikinn innblástur. Stíllinn er hlýlegur og elegant og hún er greinilega mikill fagurkeri og smekkkona.

Svo setur það punktinn yfir i-ið öll fallegu blómin sem skreyta heimilið hennar nánast alltaf, en það skemmtilega við það er að hún kaupir þau oftast handa sjálfri sér! Á meðan að fólk eins og ég t.d. hef alltaf gert ráð fyrir að einhver þurfi að gefa mér þau.

Mér skilst að það sé útborgunardagur í dag, og ég held að besta leiðin til að fagna því sé að fara út í blómabúð og kaupa búnt af túlípönum handa sjálfri mér.

x

XXX

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Dagný Bjorg

    27. March 2013

    Æðislegt bloggið hennar, hef fylgst með henni mjög lengi :) Svo fallegt heimili sem hún á!

  2. Helga

    27. March 2013

    Ó svo fallegt :)

  3. Agla

    27. March 2013

    Ég er eins og Phoebe í Friends – ég verð svo leið þegar að blómin deyja svo ég er aldrei með lifandi blóm :/ Það er samt svo fallegt!

    • Svart á Hvítu

      27. March 2013

      Haha já það er líka ástæðan að andrés gefur mér aldrei blóm… segir að þau deyji bara. En er það ekki bara eðlilegt svosem:)

  4. Tinna

    27. March 2013

    Bloggið hennar er æðislegt! Einmitt eins og þú segir, svo skemmtilega einlægt og persónulegt og algjör smekkkona þarna á ferð! :)

  5. Hildur systir

    28. March 2013

    bloggið hennar Ásu er æðislegt og ekki skemmir fyrir hvað hún er yndisleg manneksja