Mér finnst alveg ótrúlegt að komin séu tvö ár frá því að Trendnet snilldin byrjaði, þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og ég hef kynnst mörgum snillingum á þessum tíma, eins ólík og við erum öll þá náum við sem betur fer öll vel saman og ég hef eignast perluvini í gegnum þessa síðu okkar.
Til hamingju Trendnet með afmælið og takk allir fyrir að kíkja við og fylgjast með okkur:)
Alla afmælishelgina verður mikið fjör hér á síðunni og við erum í sérstaklega miklu gjafastuði, ég fékk þá ánægju að fá að gefa einum heppnum lesanda 10.000 króna gjafabréf í uppáhaldsbúðinni minni þessa dagana LINDEX KIDS. Ég hef farið ófáar ferðirnar þangað síðustu mánuði og alltaf enda ég með eitthvað lítið og sætt í poka, barnafötin þarna eru virkilega falleg og svo eru þau líka á mjög góðu verði, það verður bara að segjast.
Hér má sjá brot af því sem ég keypti mér í vikunni, teppi til að hafa í bílstólnum (það er brotið í tvennt), doppótta samfellu og buxur sem verður partur af heimferðardressinu, en amman er að prjóna fallega peysu yfir. Svo síðast en ekki síst hlébarðasamfellu með gylltum smellum á litla kríli sem ég var í smástund að sannfæra mig um að væri alveg líka fyrir stráka haha:)
Ég hef áður fjallað um meðgöngufötin frá þeim -sjá hér- sem hafa bjargað mér á minni meðgöngu. Þessar svörtu gallabuxur hér að ofan hef ég notað gífurlega mikið undanfarið hálft ár og það kom einmitt gat á þær í síðustu viku. Ég hringdi nánast daglega í stelpurnar í Lindex til að kanna stöðu á sendingu sem ég vissi að geymdi þessar buxur í, en þær komu aftur í gær ef einhver ykkar vill næla sér í eintak. Þægilegri buxur finnast ekki og ég keypti mér líka einar í stærðinni fyrir neðan til að hafa eitthvað til að komast í á meðan að allt skreppur saman aftur:)
Það eina sem þarf að gera til að eiga möguleika á að vinna sér inn 10.000 króna gjafabréfið í Lindex Kids og geta dressað sig upp af meðgöngufötum eða keypt falleg föt á barnið sitt, er að kvitta hér að neðan og endilega að deila líka færslunni:)
Ein heppin ólétt skvísa &/eða mamma verður dregin út strax eftir helgi!
Takk fyrir lesturinn og eigið góða helgi ♡
Skrifa Innlegg