Ég fór í morgun og hitti vinningshafann hana Margréti Rögnu Jónasardóttur í Kokku til að afhenda henni afmælisvinninginn úr geggjaða gjafaleiknum sem við héldum um daginn. Eins og von var á þá var hún Margrét alveg alsæl með vinninginn og var þegar búin að ákveða hvar mottan, karfan og tunnan ættu að fá stað á heimilinu. Ég samgleðst henni alveg innilega en það er ekkert grín hvað ég hefði mikið viljað vinna sjálf…
Hér er hún Margrét sæt og fín með vinninginn sinn sem er ekki af verri endanum:) Litirnir í mottunni sjást betur á myndinni hér að neðan, hrikalega fallegur bleikur litur.
Haldið þið svo ekki að hún Ástríður Kokku vinkona mín hafi laumað að mér smá pakka á leiðinni út með orðunum “þú veist hvað þetta er”:) það hálf ískrar í mér af spenningi yfir innihaldinu en ég mun svo sannarlega sýna ykkur það mjög fljótlega:) Smá fyrirfram afmælisgjöf sem verður notuð í veislunni sjálfri. Takk fyrir mig Kokka!
Alveg fullkomin byrjun á góðri viku:)
Skrifa Innlegg