fbpx

Afmælisblogg*

Hitt og þetta
Vúbbídúbbí…..
Bloggið okkar er orðið 1.árs gamalt….
Til hamingju við.
Þetta hefur verið yndislegt ár og ótrúlegt hvað mörg tækifæri bjóðast manni eingöngu útaf einu bloggi:)
Okkur hefur verið boðið að blogga á hinum ýmsu netsíðum, t.d Pressunni, Eyjunni og nokkrum nettímaritum. En við erum nokkuð þrjóskar og höfum afþakkað allt hingað til.
Við höfum einnig fengið umfjöllun í Mogganum og Fréttablaðinu 2x.
Þetta byrjaði allt á meðan ég bjó í Hollandi, mig langaði að búa til hönnunar/tískublogg (enda búin að blogga síðan ég var 17 ára) en fannst ekki nóg að vera ein í því útaf skólanum. Vinkona mín sem ætlaði að gera það með mér beilaði þó á síðustu stundu og ég varð nokkuð svekkt með það. (p.s hún er þó komin með stórskemmtilegt blogg í dag: Fóa Feikirófa
Í gegnum síma ákváðum við Rakel að opna bloggið saman enda töluðum við saman ca.10x á dag þrátt fyrir að við værum í sitthvoru landinu. Sem breyttist útaf blogginu uppí 20x á dag!
Síðan þá hefur margt gerst og við búum núna loksins báðar á Íslandi.
Nýr skóli
Ný vinna
Barn í bumbu hjá annari okkar
:)
TAKK FYRIR AÐ LESA:)
p.s ég er að fara til Hollands eftir helgina og get ekki beðið.
Fataskápurinn minn þarfnast þess nauðsynlega, enda hef ég ekki keypt mér neitt á Íslandi í marga marga mánuði.
-Svana

feel good

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Berglind

    30. October 2010

    Innilega til hamingju stúlkur mínar. Þetta er búið að vera virkilega flott síða hjá ykkur og ég hef verið að fylgast með ykkur í gegnum þunnt og þykkt og svart og hvítt þetta heila ár.

    Kveðja
    Berglind

  2. The Bloomwoods

    30. October 2010

    til hamingju!!
    það er búið að vera svo gaman að fylgjast með ykkur!
    H
    ps. þessi hjartamunstraða skyrta úr H&M er geðbiluð!!

  3. Anonymous

    30. October 2010

    Til hamingju með daginn ;)

    Eg kem hingað inn daglega og stundum oft á dag. Hefur klárega gert lif mitt skemmtilegra ! haha :P

    kv. Bára !!

  4. ólöf

    30. October 2010

    GAH! klikkuð gráa+sheer peysan frá Monki, ég ætla að tjékka á þessu í Svíþjóð..ó ó ó ó óóóó..:)

    ég hef heldur ekki keypt mér neitt í marga mánuði, frekar súrt að vera fátækur námsmaður..haha, fer ekkert með multi monní milli handanna í minni ferð svosem heldur..ojæja, næ samt eitthvað að fiska:)

    Til hamingju með eins árs blogg!

  5. wardobe wonderland

    30. October 2010

    Til hamingju með árið! það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur, þið eruð svo sannarlega með það þegar það kemur að hönnun og tísku!

    -alex

  6. Áslaug

    30. October 2010

    Þær eiga afmæli í dag, þær eiga afmæli í dag, þær eiga afmæliiiiii svartáhvítuuuuuuuuu, þær eiga afmæli í daaaaaaag – VÚHÚÚÚÚ – Blása á kertin :)

    Það var held ég fyrir góðu að ég beilaði á þér elsku Svana mín – Ég er viss um að þú og Rakel voruð besta teymið í þetta blogg – Það er allavega totally awesome!

    Love you guys :*

    P.S. Ég lova þessi Monki röndóttu peysu sem ég einmitt keypti fyrir KT…Haha, kannski að við verðum 3 saman í þessari peysu um jólin…Oooo en kjút :D

  7. Anonymous

    30. October 2010

    Jejjj!! Til hamingju með daginn!! :D
    Þessi síða er ÆÐIS! :)

    Takk fyrir mig ;)
    kv. Unnur

  8. Anonymous

    31. October 2010

    Til hamingju med afmaelid, thetta hefur verid frabaert hja ykkur.
    Kvedja fra muttunni hennar Svønu i Køben.

  9. Sólveig

    31. October 2010

    Til hamingju með bloggafmælið! Þið eigið sannarlega hrós skilið fyrir að halda uppi frábærri síðu. Áfram þið!

  10. Anonymous

    31. October 2010

    Til hamingju með daginn,æðisleg síða kv.Anna Kristín

  11. Anonymous

    31. October 2010

    Til hamingju með daginn

    ég kíki á ykkur daglega.. það er svo gaman að fylgjast með ykkur

    kv GL

  12. Anonymous

    31. October 2010

    Til lukku ljúflingar!! Svo ferlega ossom ;**

    En Það væri nú ekki amalegt að knússast saman í eins peysu í jólasaumó með ofáti og pökkum víví hahaha

    -KT

  13. Anonymous

    1. November 2010

    Til hamingu með árið :) Alltaf jafn gaman að fylgjast með síðunni, ein af uppáhalds – klárt mál!

    – SiljaM