Einhver sagði mér að það væri kertaskreytingaræði að ganga yfir landann þessa dagana, reyndar er það ekki óeðlilegt því þessi tími er oftast mjög vinsæll hjá fólki til að búa til heimatilbúnar jólagjafir.
Hér má sjá tvö kerti af fimm sem ég bjó til fyrir nóvemberblað Húsa og Híbýla, ég var búin að lofa vinkonum mínum að föndra svona með þeim um helgina en núna frétti ég af því að svona kubbakerti séu að seljast upp í verslunum! ónó…
En ástæða þess að ég ákvað upphaflega að gera þetta föndur er sú að mér þykir alltof algengt að þegar fólk uppgötvar hinar og þessar hugmyndir, þá enda þær oft sem söluvara.
Svo þið sem hafið séð þessa æðislegu hugmynd einhverstaðar á netinu, Trendneti eða í Hús og Híbýli… plís ekki byrja að selja þetta.. Leyfið okkur hinum bara að njóta þess að föndra.
;)
Skrifa Innlegg