fbpx

ÆÐI.

DIY

Einhver sagði mér að það væri kertaskreytingaræði að ganga yfir landann þessa dagana, reyndar er það ekki óeðlilegt því þessi tími er oftast mjög vinsæll hjá fólki til að búa til heimatilbúnar jólagjafir.

Hér má sjá tvö kerti af fimm sem ég bjó til fyrir nóvemberblað Húsa og Híbýla, ég var búin að lofa vinkonum mínum að föndra svona með þeim um helgina en núna frétti ég af því að svona kubbakerti séu að seljast upp í verslunum! ónó…

En ástæða þess að ég ákvað upphaflega að gera þetta föndur er sú að mér þykir alltof algengt að þegar fólk uppgötvar hinar og þessar hugmyndir, þá enda þær oft sem söluvara.

Svo þið sem hafið séð þessa æðislegu hugmynd einhverstaðar á netinu, Trendneti eða í Hús og Híbýli… plís ekki byrja að selja þetta.. Leyfið okkur hinum bara að njóta þess að föndra.

;)

 

HEIMILI FYRIRSÆTU

Skrifa Innlegg

19 Skilaboð

  1. Sigrún

    22. November 2012

    Fáránlega sammála!!!
    er verið að selja svona kerti í púko og smart á 5200kr. Finnst það BILUN

  2. Íris Pedersen

    22. November 2012

    Hvað heitir límið aftur sem að þú notar? Og málar þú það yfir myndina svo að hún brenni með kertinu? :))

    • Svart á Hvítu

      22. November 2012

      Límið sem ég notaði heitir Modge Podge, fékk það í Föndurbúðinni Holtagörðum, já það er penslað líka yfir, en brennur þó ekki með.. það verður eftir nokkurskonar hólkur sem þá er hægt að nota yfir sprittkerti t.d:)

    • Svart á Hvítu

      22. November 2012

      Mér skilst samt að það sé betra að nota sérstakt kertalím? sel það ekki dýrara en ég keypti það… ætli föndurbúðirnar segji ekki allar að núna verðuru að nota efnið sem fæst hjá þeim því hitt er verra…?;)

  3. daníel

    22. November 2012

    flott kerti :)

  4. Eva

    22. November 2012

    Prentaru bara á venjulegan pappír og setur utan um kertið?

    • Svart á Hvítu

      22. November 2012

      Já það er í rauninni hægt að nota hvaða pappír sem er, en ég notaði örlítið grófari pappír en þennan venjulega ljósritunar, sá pappír gæti þó alveg komið vel út? Það er þessvegna hægt að rífa blaðsíður úr gamalli bók og skella á.. bara hugmynd… :)

  5. Agla

    23. November 2012

    Hlakka til að föndra saman á sunnudaginn ;)

  6. Kristín Hrund

    23. November 2012

    Frábærlega flott kerti! Takk fyrir að deila því með okkur hinum hvernig þú gerir þetta… ég á sko alveg örugglega eftir að prófa þetta! Ein spurning sem ég hef doldið verið að velta fyrir mér með þessi kerti: brennur ekki pappírinn??

    • Svart á Hvítu

      24. November 2012

      Nei pappírinn brennur nefnilega ekki.. þetta “lím” sem notað er húðar hann svo eftir stendur hólkur sem þá er hægt að setja í t.d sprittkerti..:)

  7. Soffía Arngrímsdóttir

    24. November 2012

    Heyrðu já fólk er sko byrjað að selja þetta =( Ég bý erlendis og var næstum búin að láta plata mig, en nú er ekki annað í myndinn en að fara eftir Trendnet og föndra heima sjálf =) Takk fyrir gott blogg.

    • Svart á Hvítu

      24. November 2012

      Já um að gera!:) Vinkona mín sem býr líka erlendis pantaði lími bara á ebay:)

  8. Hjördís Friðriksd

    24. November 2012

    sæl
    þú segir að það megi bara nota venjulegan pappír !!!
    Hún í Holtagörðum segir að maður verði að nota sérstakan pappír sem er húðaður og kostar 50kr.
    En í Föndru kostar samskonar blað 25kr.
    Er sjálf búin að gera svona kerti , tók mynd af börnunum mínum í jólafötunum og gef ömmum og öfum í jólagjöf.
    kveðja Hjördís

  9. Hulda

    10. December 2012

    prentar maður semsagt bara út mynd og límir hana á kertið og penslar yfir? þaf ekki að gera neitt meira?

    • Svart á Hvítu

      10. December 2012

      Nei það er í rauninni ekki meira mál en það:)
      -Svana

  10. Gudrun

    8. December 2014

    Hvar fannstu myndina af ugluni? :-)