fbpx

Á SÍÐUSTU STUNDU

HugmyndirPersónulegt

Á morgun ætlaði ég að vera búin að gera ýmislegt hér heima, hengja upp myndir, skreyta eldhúsinnréttinguna, setja upp gardínur, þvo handklæði og mála hitalagnir inná baði bleikar..

Ég átti nefnilega von á einni minni albestu vinkonu frá Danmörku í heimsókn+gista, hún er mikil smekkdama og því vildi ég helst hafa allt spikk og span.

En svo kemst ég að því að hún kemur ekki á morgun… heldur á eftir!

Svona átti innréttingin að vera orðin fín! Þetta er án efa minn allra versti ávani, að vera alltaf á síðustu stundu.. og mikið þoli ég það stundum ekki.

En svo opnar snilldarverslunin NUR á morgun á Laugavegi 45! Er soldið spennt fyrir því. Hlakka til að geta sýnt ykkur myndir af fegurðinni sem mun fást þar. En vinkona mín og ofurpæjan Sigrún Rut Hjálmarsdóttir er að opna verslunina.

xxx

H&M HOME

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    30. October 2012

    Hahahaha – ég þekki þetta, að vera á síðustu stundu. Skil því tilfinninguna hjá þér núna.
    Skilaðu kveðju til Sigrúnar frá mér. xxx

  2. Áslaug Þorgeirs.

    31. October 2012

    Hahah – Ohh Svana, þú ert svo fyndin!!

    Hafið þið það gott og gaman þið 2 súperskutlur í vikunni og um helgina :)

    • Svart á Hvítu

      4. November 2012

      Ég hef ekki enn komist í að kaupa límmiðana:) Segji þér þegar ég finn það út hehe;)

      • hilmarx

        4. November 2012

        Þessir límmiðar fást í Enso Faxafeni. þeir geta svo bent þér á aðila sem getur skorið þá í stærðir sem þú vilt eða þú föndrað það sjálf.